Fótbolti

Barcelona býður 90 milljónir punda í Neymar og PSG má velja sér tvo leikmenn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Neymar vill fara aftur til Barcelona þar sem hann lék á árunum 2013-17.
Neymar vill fara aftur til Barcelona þar sem hann lék á árunum 2013-17. vísir/getty

Barcelona hefur gert tilboð í Brasilíumanninn Neymar hjá Paris Saint-Germain samkvæmt heimildum Sky.

Tilboðið hljóðar upp á 90 milljónir punda og svo má PSG velja sér tvo leikmenn af sex manna lista. Sky hefur heimildir fyrir því Philippe Coutinho, Ivan Rakitic, Nelson Semedo, Ousmane Dembélé og Malcolm séu á listanum. Ekki er vitað hver sjötti leikmaðurinn er.

Á þriðjudaginn greindi Sky frá því að Neymar hefði óskað eftir sölu frá PSG.

Franska liðið keypti Neymar frá Barcelona á 200 milljónir punda fyrir tveimur árum en nú vill hann snúa aftur til Katalóníu.

Leonardo, yfirmaður knattspyrnumála hjá PSG, sagði að félagið væri tilbúið að selja Neymar ef álitlegt tilboð bærist í hann. Þá sagði hann að PSG hefði átt í óformlegum viðræðum við Barcelona.


Tengdar fréttir

„Neymar má fara“

Yfirmaður knattspyrnumála hjá Paris Saint-Germain segir Neymar mega fara frá félaginu eftir að brasilíska stjarnan lét ekki sjá sig á æfingu í gær.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.