Erlent

Áhyggjur af öryggi Omar

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Ilhan Omar.
Ilhan Omar. Vísir/Getty
Demókratar sem sækjast eftir útnefningu flokksins til forsetaframboðs sem og aðrir kjörnir fulltrúar flokksins fordæmdu harkalega í gær hátterni þeirra sem sóttu fjöldafund Donalds Trump forseta í Norður-Karólínu í fyrrinótt.

Er Trump ræddi um Ilhan Omar og aðrar nýjar, framsæknar þingkonur Demókrata sem hann hefur gagnrýnt harðlega að undanförnu mátti heyra stuðningsfólk hrópa „sendu hana heim“. Var þar væntanlega átt við að Omar, sem er bandarískur ríkisborgari, fæddist í Sómalíu.

Bobby Rush, þingmaður Demókrata og einn þeirra valdamestu í samtökum svartra þingmanna, sagði deginum ljósara að líf Omar væri í hættu. „Hann hefur stefnt öryggi þingmanns í hættu.“

Kamala Harris, öldungadeildarþingmaður og forsetaframbjóðandi, sagði hrópin smánarblett á forsetaembættinu. Þau væru ógeðfelld og einkenndust af kynþátta- og útlendingahatri.




Tengdar fréttir

„Ég sagði þetta ekki, þeir gerðu það“

Donald Trump Bandaríkjaforseti kveðst óánægður með stuðningsmenn sína sem kyrjuðu að forsetinn ætti að reka svarta þingkonu úr landi á baráttufundi í Norður-Karólínu í gærkvöldi.

Svaraði spurningu blaðamanns með því að spyrja um uppruna hans

Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Bandaríkjaforseta, sat fyrir svörum á blaðamannfundi í gær. Þar reyndi hún meðal annars að svara fyrir tíst forsetans þar sem hann sagði fjórum bandarískum þingkonum að snúa aftur til meintra upprunalanda sinna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×