Enski boltinn

Rondon fylgir Benitez til Kína

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Þessir spila báðir fyrir ný félög á komandi leiktíð
Þessir spila báðir fyrir ný félög á komandi leiktíð vísir/getty

WBA hefur selt Salomon Rondon til kínverska úrvalsdeildarliðsins Dalian Yifang.

Þar hittir hann fyrir knattspyrnustjórann Rafa Benitez en þeir þekkjast vel eftir að hafa unnið saman hjá Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. 

Þá var Rondon á láni hjá Newcastle frá WBA og var þessi 29 ára gamli Venezúela maður í lykilhlutverki hjá Benitez þar sem hann skoraði 11 mörk í 32 deildarleikjum fyrir Newcastle sem hafnaði í 13.sæti deildarinnar.

Rondon hafði riftunarákvæði í samningi sínum upp á 16,5 milljónir punda og nýtti Dalian Yifang sér það.

Með Dalian Yifang spila einnig Marek Hamsik og Yannick Carrasco en liðið hafnaði í 11.sæti kínversku deildarinnar á síðustu leiktíð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.