Enski boltinn

Rondon fylgir Benitez til Kína

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Þessir spila báðir fyrir ný félög á komandi leiktíð
Þessir spila báðir fyrir ný félög á komandi leiktíð vísir/getty
WBA hefur selt Salomon Rondon til kínverska úrvalsdeildarliðsins Dalian Yifang.

Þar hittir hann fyrir knattspyrnustjórann Rafa Benitez en þeir þekkjast vel eftir að hafa unnið saman hjá Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. 

Þá var Rondon á láni hjá Newcastle frá WBA og var þessi 29 ára gamli Venezúela maður í lykilhlutverki hjá Benitez þar sem hann skoraði 11 mörk í 32 deildarleikjum fyrir Newcastle sem hafnaði í 13.sæti deildarinnar.

Rondon hafði riftunarákvæði í samningi sínum upp á 16,5 milljónir punda og nýtti Dalian Yifang sér það.

Með Dalian Yifang spila einnig Marek Hamsik og Yannick Carrasco en liðið hafnaði í 11.sæti kínversku deildarinnar á síðustu leiktíð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×