Enski boltinn

Pochettino hefði líklega farið ef Tottenham hefði unnið Meistaradeildina

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Pochettino fór niðurlútur frá úrslitaleiknum í Madrid
Pochettino fór niðurlútur frá úrslitaleiknum í Madrid vísir/getty
Mauricio Pochettino viðurkenndi að hann hefði líklega yfirgefið félagið ef honum hefði tekist að vinna Meistaradeild Evrópu í vor.

Í vetur var Pochettino töluvert orðaður við önnur lið, til dæmis Manchester United og Real Madrid á meðan þau voru enn að leita sér að stjórum.

Pochettino hefur gert vel með Tottenham á síðustu fimm tímabilum og náð að skipa liðinu sess á meðal bestu liða Englands. Hann náði svo sínum besta árangri í vor þegar Tottenham fór alla leið í úrslitaleik Mestaradeildar Evrópu. Þar tapaði Tottenham svo fyrir Liverpool.

„Ef úrslitaleikurinn hefði farið öðruvísi þá væri hægt að hugsa, jæja kannski er þetta augnablikið til þess að stíga til hliðar og gefa félaginu tækifæri á því að hefja nýjan kafla með nýjum þjálfara,“ sagði Potchettino.

„En eftir úrslitaleikinn þá fannst mér ekki rétt að enda þetta svona.“

„Ég elska áskoranir og nú er erfitt verkefni framundan að endurvekja hugarfarið til þess að gera eitthvað svipað á næsta tímabili.“

Tottenham er í Singapúr um þessar mundir þar sem liðið mun leika æfingaleiki við Juventus og Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×