Erlent

Fimm handteknir eftir áflog á Five Guys

Andri Eysteinsson skrifar
Fimm fóru á Five Guys en enduðu í fangaklefa.
Fimm fóru á Five Guys en enduðu í fangaklefa. Getty/John Keeble
Fimm karlmenn (e. five guys) voru handteknir í bænum Stuart í Flórída í Bandaríkjunum á miðvikudaginn eftir að lögreglu barst ábending um áflog á skyndibitastaðnum Five Guys. WVSN Miami greinir frá.Lögregluembættið í Stuart greinir frá því að þrír unglingar og tveir fullorðnir karlmenn hafi verið handteknir eftir að þeir létu höggin dynja hver á öðrum.Fimmmenningarnir voru vistaðir í fangageymslum Martin-sýslu í Flórída.Hvorki er vitað af hverju slagsmálin stöfuðu né hvað mennirnir hugðust panta á hamborgarastaðnum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.