Íslenski boltinn

Dramatískur sigur Stólanna á Skaganum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Laufey Harpa Halldórsdóttir lék allan leikinn fyrir Tindastól.
Laufey Harpa Halldórsdóttir lék allan leikinn fyrir Tindastól. mynd/facebook-síða tindastóls

Tindastóll gefur ekkert eftir í toppbaráttu Inkasso-deildar kvenna en í kvöld vann liðið 1-2 sigur á ÍA á Akranesi. Þetta var fyrsti leikur ÍA eftir að Helena Ólafsdóttir hætti sem þjálfari liðsins.

María Dögg Jóhannesdóttir, leikmaður Tindastóls, fékk rautt spjald á 57. mínútu fyrir að sparka í Skagakonuna Erlu Karítas Jóhannesdóttur.

Einni fleiri juku heimakonur pressuna og komust yfir á 81. mínútu með marki Erlu Karítasar.

Á 87. mínútu jafnaði Murielle Tiernan metin fyrir gestina frá Sauðárkróki með sínu ellefta marki í sumar. Stólarnir voru ekki hættir og þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Bryndís Rut Haraldsdóttir sigurmark Tindastóls með skalla eftir hornspyrnu Jacqueline Altschuld. Lokatölur 1-2, Tindastóli í vil.

Stólarnir eru í 3. sæti deildarinnar með 18 stig, þremur stigum frá Þrótturum sem eru í 2. sætinu.

Skagakonur, sem hafa tapað fjórum leikjum í röð, eru í 7. sæti deildarinnar með ellefu stig.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.


Tengdar fréttir

Helena hætt með ÍA

ÍA, sem situr í 6. sæti Inkasso-deildar kvenna, þarf að finna sér nýjan þjálfara.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.