Íslenski boltinn

Toppliðin unnu bæði

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aldís Kara og stöllur hennar í FH eru enn á toppi Inkasso-deildar kvenna.
Aldís Kara og stöllur hennar í FH eru enn á toppi Inkasso-deildar kvenna. vísir/eyþór

Efstu tvö lið Inkasso-deildar kvenna, FH og Þróttur R., unnu bæði sína leiki í kvöld.

FH vann 3-1 sigur á Aftureldingu í Kaplakrika. Birta Georgsdóttir skoraði tvö mörk fyrir FH-inga og Helena Ósk Hálfdánardóttir eitt. Darian Powell skoraði mark Mosfellinga sem eru í 4. sæti deildarinnar.

FH er á toppnum með eins stigs forskot á Þrótt sem vann dramatískan sigur í Grindavík, 2-3.

Olivia Marie Bergau skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Það var hennar annað mark í leiknum. Linda Líf Boama var einnig á skotskónum fyrir Þrótt.

Nicole Maher og Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (sjálfsmark) skoruðu fyrir Grindavík sem er í 8. sæti deildarinnar.

Haukar unnu sinn annan leik í röð þegar þeir lögðu botnlið ÍR að velli, 0-1, í Mjóddinni. Vienna Behnke skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks.

Haukar eru í 5. sæti deildarinnar með tólf stig. ÍR-ingar eru án stiga á botninum.

Fjölnir vann 3-1 sigur á Augnabliki. Þetta var þriðji sigur Fjölniskvenna í síðustu fjórum leikjum.

Sara Montoro skoraði tvö mörk fyrir Fjölni og Rósa Pálsdóttir eitt. Fjölniskonur eru í níunda og næstneðsta sæti deildarinnar.

Ásta Árnadóttir, fyrrverandi landsliðskona, skoraði mark Augnabliks sem er í 6. sæti deildarinnar.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.