Íslenski boltinn

Pepsi Max-mörkin: Valdimar og Castillion eru arkitektarnir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Valdimar og Castillion spila eins og þeir hafi verið í sama liði í mörg ár.
Valdimar og Castillion spila eins og þeir hafi verið í sama liði í mörg ár.
Fylkismennirnir Valdimar Þór Ingimundarson og Geoffrey Castillion voru frábærir í leiknum gegn KA í Lautinni og sköpuðu látlausan usla í vörn Akureyrarliðsins.

Samvinna þeirra heillaði markahrókinn í Pepsi Max-mörkunum, Atla Viðar Björnsson, upp úr skónum.

„Þessir tveir eru arkitektarnir að þessu öllu. Valdimar nýtur þess að spila með Castillion,“ sagði Atli Viðar afar hrifinn af tvíeykinu.

Í Pepsi Max-mörkunum í gær var sýnt hversu vel þeir félagar ná saman. Sjá má umræðuna hér að neðan.

Klippa: Pepsi Max-mörkin: Greining á Fylki

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×