Íslenski boltinn

Pepsi Max mörkin: Sofandi Blikar og klókir KR-ingar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pálmi Rafn Pálmason fagnar á KR-vellinum í gær.
Pálmi Rafn Pálmason fagnar á KR-vellinum í gær. Vísir/Bára
Pepsi Max mörkin fóru yfir mörkin tvö sem færðu KR-ingum 2-0 sigur á Blikum í toppslagnum og um leið fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar.

Kristinn Jónsson og Óskar Örn Hauksson skoruðu mörk KR í leiknum í báðum tilfellum fengu þeir allt of mikinn tíma til að athafna sig fyrir framan vítateig Breiðabliks.

„Voru Blikarnir ekki vaknaðir. Þetta er hræðileg drekking,“ sagði Hörður Magnússon í upphafi umræðunnar um mörkin sem Breiðabliksliðið fékk á sig.

„Það á að vera einfalt að dekka þetta en þeir eru bara sofandi og lengi að koma sér af stað. Kristinn fær tíma, hann labbar fram hjá þeim og þeir bara horfa á hann. Þetta er frábær afgreiðsla,“ sagði Þorvaldur Örlygsson um fyrra markið sem Kristinn Jónsson skorar í upphafi leiks.

„Þarna eru þrír Blikar í kringum einn mann og enginn þeirra gerir árás á boltann. Það var lýsandi dæmi um leik Blika. KR-ingar voru allan tímann miklu klókari, gerðu þetta einfalt og kláruðu leikinn,“ sagði Þorvaldur.

Óskar Örn Hauksson skoraði seinna markið af mun lengra færi en aftur fékk hann tíma til að hlaða í skotið. Líkt og í fyrra markinu voru þrír Blikar í kringum hann.

„Mistök Blika kostuðu þá,“ sagði Þorvaldur en það má finna umfjöllun Pepsi Max markanna um mörkin í myndbandinu hér fyrir neðan.



Klippa: Pepsi Max mörkin: Sofandi Blikar og klókir KR-ingar
>




Fleiri fréttir

Sjá meira


×