Verndarengillinn Sterling á forsíðu GQ: Mamman talaði ekki við hann í hálft ár eftir að hann byrjaði að drekka Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. júlí 2019 23:15 Sterling fer um víðan völl í viðtalinu við GQ. vísir/getty Raheem Sterling, leikmaður Manchester City og enska landsliðsins, er á forsíðu ágúst heftis breska tímaritsins GQ. Á forsíðunni er Sterling ber að ofan með svarta vængi undir fyrirsögninni „Verndarengilinn: Hvernig Raheem Sterling bjargaði fótboltanum frá sjálfum sér.“.@sterling7 is our August cover star. Download the digital edition and read the full interview with @campbellclaret now: https://t.co/MwgAGSfh89#SubscribersEditionpic.twitter.com/mspAEGMoRI — British GQ (@BritishGQ) July 2, 2019 Í viðtalinu sem Alastair Campbell, sem var á sínum tíma einn helsti bandamaður Tonys Blair, tók er farið um víðan völl. Sterling ræðir m.a. um baráttu sína við kynþáttafordóma, framtíðarhorfurnar, Pep Guardiola, móður sína og æskuna. Sterling fæddist og bjó fyrstu fimm ár ævinnar á Jamaíku. Faðir hans var myrtur þegar Sterling var tveggja ára. Hann segist ekkert muna eftir honum og veit ekki af hverju hann var myrtur. „Mamma hefur eiginlega ekkert talað um það. Hún sagði mér bara að hann hefði verið í gleðskap þar sem skotum var hleypt af,“ sagði Sterling. Hann segir að skólakerfið á Englandi sé frábrugðið því á Jamaíku. „Skólinn var öðruvísi. Ég komst upp með meira hér en á Jamaíku var engin miskunn. Belti. Ég held að þessu hafi verið breytt núna en þetta jaðraði við ofbeldi.“ Sterling segir að Guardiola geri miklar kröfur til sinna leikmanna. Og Sterling segir að það sé hvetjandi. „Hann er kröfuharður en það er gott. Það fær mann til að vilja bæta sig og sýna honum hvað maður getur og að maður sé að berjast fyrir stöðu sinni í byrjunarliðinu. Á hverju ári kaupir hann kantmann,“ sagði Sterling. Líkami hans er þakinn húðflúrum. Sterling segir að móðir sín, sem hann segir vera mikilvægustu manneskjuna í sínu lífi, þoli sum flúrin ekki. „Allir taka góðar ákvarðanir og slæmar. Mamma hatar sum af flúrunum. Ég fékk mér flest þeirra áður en ég varð 19 ára. Ef ég gæti farið til baka væri ég ekki með nein flúr. En þegar þú byrjar geturðu ekki hætt. Ef þú færð þér eitt færðu þér annað,“ sagði Sterling. Móðir hans var heldur ekki ánægð þegar sonurinn byrjaði að drekka áfengi. „Ég var neyddur til þess að drekka af öðrum leikmanni sem ég vil ekki nefna á nafn. Ef það hefði ekki verið fyrir hann hefði ég ekki drukkið. Hún var ekki ánægð og talaði ekki við mig í sex mánuði. Enginn í fjölskyldunni drekkur nema frændi minn.“ England Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Körfubolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Handbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Fleiri fréttir De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Sjá meira
Raheem Sterling, leikmaður Manchester City og enska landsliðsins, er á forsíðu ágúst heftis breska tímaritsins GQ. Á forsíðunni er Sterling ber að ofan með svarta vængi undir fyrirsögninni „Verndarengilinn: Hvernig Raheem Sterling bjargaði fótboltanum frá sjálfum sér.“.@sterling7 is our August cover star. Download the digital edition and read the full interview with @campbellclaret now: https://t.co/MwgAGSfh89#SubscribersEditionpic.twitter.com/mspAEGMoRI — British GQ (@BritishGQ) July 2, 2019 Í viðtalinu sem Alastair Campbell, sem var á sínum tíma einn helsti bandamaður Tonys Blair, tók er farið um víðan völl. Sterling ræðir m.a. um baráttu sína við kynþáttafordóma, framtíðarhorfurnar, Pep Guardiola, móður sína og æskuna. Sterling fæddist og bjó fyrstu fimm ár ævinnar á Jamaíku. Faðir hans var myrtur þegar Sterling var tveggja ára. Hann segist ekkert muna eftir honum og veit ekki af hverju hann var myrtur. „Mamma hefur eiginlega ekkert talað um það. Hún sagði mér bara að hann hefði verið í gleðskap þar sem skotum var hleypt af,“ sagði Sterling. Hann segir að skólakerfið á Englandi sé frábrugðið því á Jamaíku. „Skólinn var öðruvísi. Ég komst upp með meira hér en á Jamaíku var engin miskunn. Belti. Ég held að þessu hafi verið breytt núna en þetta jaðraði við ofbeldi.“ Sterling segir að Guardiola geri miklar kröfur til sinna leikmanna. Og Sterling segir að það sé hvetjandi. „Hann er kröfuharður en það er gott. Það fær mann til að vilja bæta sig og sýna honum hvað maður getur og að maður sé að berjast fyrir stöðu sinni í byrjunarliðinu. Á hverju ári kaupir hann kantmann,“ sagði Sterling. Líkami hans er þakinn húðflúrum. Sterling segir að móðir sín, sem hann segir vera mikilvægustu manneskjuna í sínu lífi, þoli sum flúrin ekki. „Allir taka góðar ákvarðanir og slæmar. Mamma hatar sum af flúrunum. Ég fékk mér flest þeirra áður en ég varð 19 ára. Ef ég gæti farið til baka væri ég ekki með nein flúr. En þegar þú byrjar geturðu ekki hætt. Ef þú færð þér eitt færðu þér annað,“ sagði Sterling. Móðir hans var heldur ekki ánægð þegar sonurinn byrjaði að drekka áfengi. „Ég var neyddur til þess að drekka af öðrum leikmanni sem ég vil ekki nefna á nafn. Ef það hefði ekki verið fyrir hann hefði ég ekki drukkið. Hún var ekki ánægð og talaði ekki við mig í sex mánuði. Enginn í fjölskyldunni drekkur nema frændi minn.“
England Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Körfubolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Handbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Fleiri fréttir De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Sjá meira