Enski boltinn

Gylfi ekki með til Kenía

Benedikt Bóas skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson fékk lengra frí.
Gylfi Þór Sigurðsson fékk lengra frí. Getty/Robbie Jay Barratt
Everton heldur til Kenía á föstudag en liðið kom saman til æfinga á mánudag. Gylfi Sigurðsson er þó enn að njóta hveitibrauðsdaga sinna og fær frí ásamt nokkrum öðrum úr liðinu.

Liðið mun spila leik gegn Kariobangi Sharks á sunnudag. Í blaðinu the Daily Nation segir að hákarlarnir frá Kariobangi hafi komið upp um deild fyrir tveimur árum og lítill áhugi sé í landinu fyrir leiknum.

„Flestir stuðningsmenn Kariobangi koma úr fátækrahverfinu þar sem þeir draga fram lífið á innan við dollara á dag. Ef það væru bara stuðningsmenn liðsins sem myndu mæta væru um 10 þúsund manns á Moi International Sports Centre vellinum en kannski verður fullt. Það er mikið búið að kynna leikinn,“ segir í blaðinu en völlurinn tekur 60 þúsund manns.

Þar segir enn fremur að mikill áhugi sé á Everton enda sé Theo Walcott mjög vinsæll í landinu. Tottenham sé þó vinsælasta liðið í landinu enda  spilar Victor Wanyama, fyrirliði landsliðsins, með Lundúnaliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×