Íslenski boltinn

Grét vegna meiðsla í kálfa

Bendikt Bóas skrifar
Emil Lyng.
Emil Lyng. Vísir/Daníel
Emil Lyng, leikmaður Vals, sást með tárin í augunum eftir sigurleik Vals gegn HK í Pepsi deild karla. Sigurbjörn Hreiðarsson, einn af þjálfurum Vals sagði í samtali við Fréttablaðið að danski sóknarmaðurinn hefði fengið eitthvað í kálfann og óttaðist að meiðslin væru slæm. Svo slæm að hann yrði lengi frá.

„Hann langar að sýna sig og sanna fyrir Valsmönnum og þetta fékk á hann. Það á eftir að koma í ljós hvað hefur gerst en við vonum það besta enda er hann frábær leikmaður,“ sagði Sigurbjörn.

Emil Lyng kom til Vals fyrir tímabilið og byrjaði á því að skora í fyrsta leik gegn Víkingi. Hann meiddist í maí og var að snúa til baka. Hann fékk sénsinn gegn HK en það var fyrsti leikurinn hans í byrjunarliðinu í rúman mánuð.

Frammistaða hans í leiknum þótti ekki nógu góð og var hann tekinn út af eftir um klukkutíma leik sár-þjáður í kálfanum. Valsmenn tryggðu sér krafta Patricks Pedersen í vikunni en Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára hafa verið að ná vopnum sínum að undanförnu eftir brösuga byrjun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×