Enski boltinn

Jóni Daða sagt að finna sér nýtt félag

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jón Daði var frábær í sigri Íslands á Tyrkjum á Laugardalsvelli í byrjun júnímánaðar
Jón Daði var frábær í sigri Íslands á Tyrkjum á Laugardalsvelli í byrjun júnímánaðar vísir/daníel
Jón Daði Böðvarsson er að öllum líkindum á leið frá enska liðinu Reading en félagið á að hafa sagt honum að finna sér annað félag.

Blaðamaðurinn Jonathan Low hjá GetReading greinir frá þessu í dag. Hann segir að Jón Daði hafi verið einn af nokkrum leikmönnum sem var sagt að finna sér annað félag.

Leikmenn Reading komu saman til æfinga eftir sumarfrí á mánudaginn síðasta en íslenski landsliðsmaðurinn var ekki á meðal þeirra.

Samkvæmt Low var þessum hópi leikmanna sagt að snúa aftur til æfinga 8. júlí, sem þýðir að þeir fara ekki með liðinu í æfingaferð til Spánar þar sem aðalliðið heldur ytra sunnudaginn 7. júlí.

Jón Daði á eitt ár eftir af samningi sínum við Reading. Hann kom til félagsins sumarið 2017 frá Wolves.



Jón Daði spilaði lítið fyrir Reading á síðasta tímabili þar sem meiðsli settu strik í reikninginn. Síðasti leikur hans með liðinu var 16. febrúar.

Fyrir landsleiki Íslands í undankeppni EM 2020 í byrjun júní sagði Jón Daði að hann hafi ekki heyrt af öðru en að hann verði áfram hjá Reading.

„Það er samt stutt á milli í þessu og það verður að koma í ljós hvort það sé áhugi á mér,“ sagði Jón Daði í júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×