Breiðablik skoðar markmannsmálin vegna meiðsla: Buðu í Anton Ara en tilboðinu hafnað Anton Ingi Leifsson skrifar 3. júlí 2019 20:42 Anton Ari í leik með Val á síðustu leiktíð. vísir/bára Breiðablik gerði í dag tilboð í markvörð Vals, Anton Ara Einarsson, en því tilboði var hafnað. Markverðir Kópavogsliðsins hafa verið í meiðslum og því var þessi möguleiki skoðaður. Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdarstjóri Breiðabliks, staðfesti þetta í samtali við Vísi nú undir kvöld en hann segir að Breiðablik sé að skoða alla sína möguleika hvað varðar markmannsmál. Tilboðinu var hafnað en Anton Ari hefur verið varamarkvörður Vals á þessari leiktíð eftir að Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður, gekk í raðir Vals í aprílmánuði. Gunnleifur Gunnleifsson, aðalmarkvörður liðsins, meiddist í stórleiknum gegn KR á mánudagskvöldið en óvíst er hvort að hann verði klár í slaginn er liðið mætir HK í Kópavogsslag á sunnudaginn.Sjá einnig:Gunnleifur: Er fíkill í fótbolta og dettur ekki til hugar að missa af næsta leik Hlynur Örn Hlöðversson kom inn í mark Breiðablik gegn KR er Gunnleifur fór meiddur af velli. Hlynur hefur einnig verið að glíma við smávægileg meiðsli og er afar reynslulítill markvörður í efstu deild. Breiðablik er einnig samningsbundið Ólafi Íshólm Ólafssyni en Ólafur er á láni hjá Fram. Ólafur hefur verið að spila vel í marki Fram sem er við toppinn í Inkasso-deildinni. Sagði Eysteinn að Blikarnir vilji hugsa sig tvisvar um hvort að þeir vilji kalla Ólaf til baka, enda hann að næla sér í mikilvæga reynslu í Inkasso-deildinni. Framkvæmdarstjórinn sagði þó að lokum að Gunnleifur væri þeirra maður númer eitt í markinu en félagið vilji vera með varann á ef eitthvað fer úrskeiðis, enda leikjadagskráin þétt næstu vikur. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Gunnleifur: Er fíkill í fótbolta og dettur ekki til hugar að missa af næsta leik Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks, varð að fara af velli snemma leiks í toppslagnum gegn KR í gær þar sem hann var meiddur í baki. 2. júlí 2019 10:05 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Breiðablik gerði í dag tilboð í markvörð Vals, Anton Ara Einarsson, en því tilboði var hafnað. Markverðir Kópavogsliðsins hafa verið í meiðslum og því var þessi möguleiki skoðaður. Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdarstjóri Breiðabliks, staðfesti þetta í samtali við Vísi nú undir kvöld en hann segir að Breiðablik sé að skoða alla sína möguleika hvað varðar markmannsmál. Tilboðinu var hafnað en Anton Ari hefur verið varamarkvörður Vals á þessari leiktíð eftir að Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður, gekk í raðir Vals í aprílmánuði. Gunnleifur Gunnleifsson, aðalmarkvörður liðsins, meiddist í stórleiknum gegn KR á mánudagskvöldið en óvíst er hvort að hann verði klár í slaginn er liðið mætir HK í Kópavogsslag á sunnudaginn.Sjá einnig:Gunnleifur: Er fíkill í fótbolta og dettur ekki til hugar að missa af næsta leik Hlynur Örn Hlöðversson kom inn í mark Breiðablik gegn KR er Gunnleifur fór meiddur af velli. Hlynur hefur einnig verið að glíma við smávægileg meiðsli og er afar reynslulítill markvörður í efstu deild. Breiðablik er einnig samningsbundið Ólafi Íshólm Ólafssyni en Ólafur er á láni hjá Fram. Ólafur hefur verið að spila vel í marki Fram sem er við toppinn í Inkasso-deildinni. Sagði Eysteinn að Blikarnir vilji hugsa sig tvisvar um hvort að þeir vilji kalla Ólaf til baka, enda hann að næla sér í mikilvæga reynslu í Inkasso-deildinni. Framkvæmdarstjórinn sagði þó að lokum að Gunnleifur væri þeirra maður númer eitt í markinu en félagið vilji vera með varann á ef eitthvað fer úrskeiðis, enda leikjadagskráin þétt næstu vikur.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Gunnleifur: Er fíkill í fótbolta og dettur ekki til hugar að missa af næsta leik Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks, varð að fara af velli snemma leiks í toppslagnum gegn KR í gær þar sem hann var meiddur í baki. 2. júlí 2019 10:05 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Gunnleifur: Er fíkill í fótbolta og dettur ekki til hugar að missa af næsta leik Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks, varð að fara af velli snemma leiks í toppslagnum gegn KR í gær þar sem hann var meiddur í baki. 2. júlí 2019 10:05