Enski boltinn

Vandræði Facebook og Instagram höfðu áhrif á Chelsea og Lampard

Anton Ingi Leifsson skrifar
Frank Lampard er að taka við liðinu sem hann spilaði með um margra ára skeið.
Frank Lampard er að taka við liðinu sem hann spilaði með um margra ára skeið. vísir/getty
Það voru ekki bara Íslendingar sem lentu í vandræðum með samskiptamiðlana Facebook og Instagram í gær því enska stórliðið Chelsea barðist einnig við vandræði samskiptamiðlanna.

Talið er að allt sé klappað og klárt milli Frank Lampard og Chelsea um að hann verði næsti stjóri liðsins. Hann tekur við liðinu af Maurizio Sarri sem tók við Juventus fyrr í sumar.

Eins og áður segir lentu notendur í vandræðum með samskiptamiðlanna í gær og það gerði það að verkum að Chelsea beið fram til dagsins í dag með að tilkynna Lampard sem næsta stjóra liðsins.

Myndir og myndbönd birtust ekki á miðlunum í gær og því ákvað Chelsea að fresta því að tilkynna Lampard.

Nú til dags snýst mikið um ímynd félagsins á samfélagsmiðlum og þetta er því stórt partur af því. Því ákvað félagið að bíða en reikna má með að Lampard verði tilkynntur í dag, verði miðlarnir í lagi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×