Enski boltinn

Rodri sá dýrasti í sögu Manchester City

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Rodri er annar leikmaðurinn sem Manchester City fær í sumar
Rodri er annar leikmaðurinn sem Manchester City fær í sumar mynd/manchester city
Englandsmeistarar Manchester City hafa gengið frá kaupum á spænska miðjumanninum Rodri frá Atletico Madrid.

Í gær var greint frá því að City hefði virkjað riftunarákvæði í samningi Rodri. Þá gat leikmaðurinn samið um kjör við Englandsmeistarana, farið í læknisskoðun og þess háttar.

Nú er hann formlega orðinn leikmaður Manchester City og búinn að skrifa undir fimm ára samning.





City borgaði Atletico 62,5 milljónir punda fyrir varnarsinnaða miðjumanninn sem gerir hann að dýrasta leikmanni í sögu félagsins.

„City hefur gert frábæra hluti síðustu tvö ár og ég hlakka til að verða hluti af svo hæfileikaríku liði. Ekki bara út af titlunum sem þeir hafa unnið heldur hvernig þeir fóru að því, með því að spila sóknarbolta allan tímann,“ sagði Rodri við heimasíðu City.

„Ég get ekki beðið eftir því að vinna með Pep Guardiola.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×