Enski boltinn

Zola yfirgefur Chelsea

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Zola og Sarri mynduðu þjálfarateymi Chelsea
Zola og Sarri mynduðu þjálfarateymi Chelsea vísir/getty
Gianfranco Zola verður ekki lengur aðstoðarþjálfari Chelsea. Frank Lampard mun velja sér sinn eigin aðstoðarmann á næstu dögum.

Zola, sem er goðsögn á meðal stuðningsmanna Chelsea eftir að hafa spilað yfir 300 leiki fyrir félagið, var ráðinn aðstoðarþjálfari Maurizio Sarri síðasta sumar. Nú er Sarri farinn á brott og í dag tilkynnti Chelsea að Zola væri einnig á förum.

Ítalinn spilaði með Chelsea frá 1996 til 2003. Hann var knattspyrnustjóri Birmingham í ensku B-deildinni áður en hann gerðist aðstoðarmaður Sarri. Þar áður hafði hann meðal annars þjálfað West Ham, Watford og Al-Arabi, liðið sem Heimir Hallgrímsson þjálfar í dag.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×