Enski boltinn

Cocu orðinn stjóri Derby

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Philip Cocu
Philip Cocu vísir/getty
Phillip Cocu er orðinn knattspyrnustjóri Derby County. Hann tekur við starfinu af Frank Lampard sem tók við Chelsea fyrr í vikunni.

Cocu var orðaður við starfið hjá Derby á síðustu dögum og Hrútarnir voru ekki lengi að klófesta Hollendinginn eftir að ljóst var að Lampard færi.

Cocu á glæsilegan leikmannaferil að baki, líkt og Lampard, en ólíkt þeim enska kemur hann inn í starfið hjá Derby með reynslu sem knattspyrnustjóri.

Hann var fjögur ár við stjórnina hjá PSV og vann Hollandsmeistaratitilinn þrisvar á þeim árum. Hans síðasta starf var hjá Fenerbahce í Tyrklandi, það gekk hins vegar ekki eins vel og var hann látinn fara þaðan í október eftir stutta stjórnartíð.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×