Þrjú félög eiga 90 prósent af dýrustu leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2019 15:45 Vinirnir Paul Pogba og Romelu Lukaku ræða málin en þeir eru tveir dýrustu leikmenn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Getty/Marc Atkins/ Manchester liðin og Chelsea eiga saman alla dýrustu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi nema einn. Liverpool maðurinn Virgil van Dijk er eini leikmaðurinn, utan Manchester United, Manchester City og Chelsea, sem kemst inn á topp tíu listann yfir dýrustu leikmennina í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Manchester United á þá tvo dýrustu eða Paul Pogba og Romelo Lukaku. United borgaði samtals 164 milljónir fyrir þessa tvo leikmenn sem gætu báðir verið á förum frá félaginu í sumar.Big money @premierleague moves pic.twitter.com/iMsqAiUleU — B/R Football (@brfootball) July 5, 2019 Paul Pogba kostaði Manchester United 89 milljónir punda og var á þeim tíma dýrasti leikmaður heims. Síðan þá hafa fjórir leikmenn hoppað upp fyrir hann eða þeir Neymar, Kylian Mbappé, João Félix og Philippe Coutinho. Virgil van Dijk er við hlið Romelo Lukaku í öðru sætinu en báðir kostuðu þeir liðin sín 75 milljónir punda. Lukaku er dýrasti sóknarmaðurinn í sögu deildarinnar en Van Dijk er dýrasti varnarmaðurinn. Kepa Arrizabalaga, markvörður Chelsea, er aftur á móti dýrasti markvörðurinn og svo er Pogba auðvitað dýrasti miðjumaðurinn. Tveir leikmenn hafa bæst inn á topp tíu listann á árinu 2019. Chelsea borgaði Boruissa Dortmund 58 milljónir punda fyrir framherjann Christian Pulisic í janúar og Manchester City keypti í gær miðjumanninn Rodri frá Atlético Madrid á 62,8 milljónir punda. Enski boltinn Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Fótbolti Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sport Allt á hvolfi í NFL-deildinni Sport Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Fleiri fréttir Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjá meira
Manchester liðin og Chelsea eiga saman alla dýrustu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi nema einn. Liverpool maðurinn Virgil van Dijk er eini leikmaðurinn, utan Manchester United, Manchester City og Chelsea, sem kemst inn á topp tíu listann yfir dýrustu leikmennina í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Manchester United á þá tvo dýrustu eða Paul Pogba og Romelo Lukaku. United borgaði samtals 164 milljónir fyrir þessa tvo leikmenn sem gætu báðir verið á förum frá félaginu í sumar.Big money @premierleague moves pic.twitter.com/iMsqAiUleU — B/R Football (@brfootball) July 5, 2019 Paul Pogba kostaði Manchester United 89 milljónir punda og var á þeim tíma dýrasti leikmaður heims. Síðan þá hafa fjórir leikmenn hoppað upp fyrir hann eða þeir Neymar, Kylian Mbappé, João Félix og Philippe Coutinho. Virgil van Dijk er við hlið Romelo Lukaku í öðru sætinu en báðir kostuðu þeir liðin sín 75 milljónir punda. Lukaku er dýrasti sóknarmaðurinn í sögu deildarinnar en Van Dijk er dýrasti varnarmaðurinn. Kepa Arrizabalaga, markvörður Chelsea, er aftur á móti dýrasti markvörðurinn og svo er Pogba auðvitað dýrasti miðjumaðurinn. Tveir leikmenn hafa bæst inn á topp tíu listann á árinu 2019. Chelsea borgaði Boruissa Dortmund 58 milljónir punda fyrir framherjann Christian Pulisic í janúar og Manchester City keypti í gær miðjumanninn Rodri frá Atlético Madrid á 62,8 milljónir punda.
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Fótbolti Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sport Allt á hvolfi í NFL-deildinni Sport Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Fleiri fréttir Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjá meira