Enski boltinn

Þrjú félög eiga 90 prósent af dýrustu leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vinirnir Paul Pogba og Romelu Lukaku ræða málin en þeir eru tveir dýrustu leikmenn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.
Vinirnir Paul Pogba og Romelu Lukaku ræða málin en þeir eru tveir dýrustu leikmenn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Getty/Marc Atkins/
Manchester liðin og Chelsea eiga saman alla dýrustu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi nema einn.

Liverpool maðurinn Virgil van Dijk er eini leikmaðurinn, utan Manchester United, Manchester City og Chelsea, sem kemst inn á topp tíu listann yfir dýrustu leikmennina í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Manchester United á þá tvo dýrustu eða Paul Pogba og Romelo Lukaku. United borgaði samtals 164 milljónir fyrir þessa tvo leikmenn sem gætu báðir verið á förum frá félaginu í sumar.





Paul Pogba kostaði Manchester United 89 milljónir punda og var á þeim tíma dýrasti leikmaður heims. Síðan þá hafa fjórir leikmenn hoppað upp fyrir hann eða þeir Neymar, Kylian Mbappé, João Félix og Philippe Coutinho.

Virgil van Dijk er við hlið Romelo Lukaku í öðru sætinu en báðir kostuðu þeir liðin sín 75 milljónir punda. Lukaku er dýrasti sóknarmaðurinn í sögu deildarinnar en Van Dijk er dýrasti varnarmaðurinn.

Kepa Arrizabalaga, markvörður Chelsea, er aftur á móti dýrasti markvörðurinn og svo er Pogba auðvitað dýrasti miðjumaðurinn.

Tveir leikmenn hafa bæst inn á topp tíu listann á árinu 2019. Chelsea borgaði Boruissa Dortmund 58 milljónir punda fyrir framherjann Christian Pulisic í janúar og Manchester City keypti í gær miðjumanninn Rodri frá Atlético Madrid á 62,8 milljónir punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×