Enski boltinn

Lampard líklegastur til þess að vera rekinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hvað endist Lampard lengi í starfi?
Hvað endist Lampard lengi í starfi? vísir/getty
Það er mikil stemning hjá stuðningsmönnum Chelsea að fá goðsögnina Frank Lampard sem stjóra félagsins en veðbankar hafa ekki eins mikla trú á þessari ráðningu.

Lampard skrifaði í gær undir þriggja ára samning við félagið þar sem hann átti frábæran feril. Nokkrum tímum síðar var hann orðinn efstur á blaði hjá veðbönkum yfir þá stjóra deildarinnar sem væri líklegastur til þess að verða rekinn fyrstur.

Lampard deilir þessi lítt eftirsótta sæti með Ole Gunnar Solskjær, stjóra Man. Utd. Menn sem verða undir pressu næsta vetur.

Þar á eftir kemur Graham Potter hjá Brighton og svo Chris Wilder, stjóri Sheff. Utd.

Það mun reyna á Lampard með þann hóp sem hann hefur í höndunum enda Chelsea í félagaskiptabanni. Getur ekki keypt leikmenn og hefur misst Eden Hazard til Real Madrid.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×