Enski boltinn

Solskjær ekki hættur á félagaskiptamarkaðnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Solskjær á æfingu United á dögunum.
Solskjær á æfingu United á dögunum. vísir/getty
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, er ekki hættur á leikmannamarkaðnum og ætlar að kaupa fleiri leikmenn til félagsins í sumar.

United hefur fengið vængmanninn Daniel James frá Swansea og hægri bakvörðinn frá Crystal Palace, Aaron Wan-Bissaka en Norðmaðurinn segir við heimasíðu félagsins að hann vill meira.

„Þetta er bæði langtíma og styttri tíma verkefni. Þú getur ekki bara hugsað um þrjú ár í tímann því þú þarft líka að ná þínum markmiðum til styttri tíma litið,“ sagði Solskjær.







Solskjær, sem fékk United-starfið til frambúðar í mars mánuði, segir að hann hafi verið í góðu sambandi við þá sem stjórna hjá félaginu, Joel Glazer og Ed Woodward, og samvinna þeira hafi verið góð.

„Auðvitað munum við vinna að því að reyna bæta leikmannahópinn, í allt sumar. Ég er í sambandi við Joel og Ed og allt teymið. Ég verð að segja að þetta hefur verið gott hingað til.“

„Ég hef fengið stuðninginn og fengið leikmennina sem við höfum viljað. Það mun svo að öllum líkindum vera fleiri viðskipti,“ sagði Solskjær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×