Enski boltinn

Umboðsmaður Pogba staðfestir að hann vilji komast burt frá Manchester United

Anton Ingi Leifsson skrifar
Áfram halda fréttirnar að snúast um Paul Pogba.
Áfram halda fréttirnar að snúast um Paul Pogba. vísir/getty
Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, vill burt frá félaginu. Þetta segir umboðsmaður hans, Mino Raiola, en The Times hefur þetta eftir umboðsmanninum nú síðdegis.Umboðsmaðurinn umdeildi, Mino Raiola, sagði í samtali við The Times í dag að allir innan veggja Manchester United viti afstöðu franska heimsmeistarans. Hann vilji komast burt.Tveir dagar eru þangað til að leikmenn United fari í æfingaferð til Ástralíu og Raiola segir ólíklegt sé að Pogba fari með þá í ferð. Raiola sé nú þegar byrjaður að vinna í næsta áfangastað Pogba.Pogba sagði í viðtali fyrr í sumar að hann vilji fá nýja áskorun og í marsmánuði sagði hann að Real Madrid væri drauma áfangastaður fyrir hvern einasta knattspyrnumann í heiminum.Þá sagðist hann hins vegar vera ánægður hjá United en svo virðist ekki vera. Hann er þó með samning til ársins 2021 og þarf væntanlega að koma gott tilboð inn á borð United, losi þeir sig við heimsmeistarann.Hann hefur skorað 31 mark í þeim 135 leikjum sem hann hefur spilað fyrir United síðan hann kom aftur til United frá Juventus árið 2016.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.