Þeir sem sleppa því að flokka gætu átt erfiðara með að fá bankalán Eiður Þór Árnason skrifar 6. júlí 2019 11:57 Flokkunarkerfið hefur valdið umtalsverðum ruglingi. Getty/China News Service Frá og með 1. júlí var komið á sorpflokkunarskyldu í Sjanghæ í Kína, mörgum íbúum stórborgarinnar til mikils ama. Með nýju reglunni eru allir íbúar og fyrirtæki borgarinnar skyldug til þess að flokka sorpið sitt, eða geta annars sætt sektum. Þeir sem sleppa því að flokka gætu jafnframt átt hættu á því að sjá félagshæfismat (e. social credit rating) sitt lækka. Slíkt gæti meðal annars haft þau áhrif að erfiðara reynist fyrir þá að fá bankalán. Til þess að framfylgja þessari skyldu þurfa íbúar sumra fjölbýlishúsa nú að skrá sig inn með húsnúmeri til þess að fá aðgang að endurvinnslutunnum. Þetta gerir umsjónarmönnum hússins kleift að fylgjast með því hverjir eru að standa sig í þessum efnum. Nýja skyldan er hluti af átaki kínverskra yfirvalda sem stefna að því auka hlutfall þess sorps sem er endurunnið þar í landi. Það hlutfall er í dag talið vera undir 20%, sem er mun lægra en í ríkjum á borð við Japan, Taívan, Suður-Kóreu og Bandaríkin. Kínversk yfirvöld stefna að því að ná 35% flokkunarhlutfalli Bandaríkjamanna fyrir árið 2020 í 46 kínverskum borgum. Nýju reglurnar í Sjanghæ eru sagðar vera fyrsta skrefið í þeim aðgerðum yfirvalda. Xi Jinping forseti Kína, kom inn á mikilvægi sorpflokkunar í ræðu sinni í júní. Margir íbúar Sjanghæ hafa þó átt í nokkru basli með nýju flokkunarskylduna, og kenna ruglandi flokkunarkerfi þar um. Kína Umhverfismál Tengdar fréttir Telja trjárækt eina skilvirkustu loftslagsaðgerðina í boði Rannsókn bendir til þess að hægt væri að binda um 2/3 hluta þess kolefnis sem menn hafa losað fram að þessu með því að rækta upp land sem hentar undir tré. 5. júlí 2019 21:51 Bandaríkjamenn bjartsýnir á lausn deilunnar við Kína Fjármálaráðherra Bandaríkjanna segir viðræðurnar við Kínverja vera komnar níutíu prósent áleiðis. Forsetar ríkjanna tveggja munu hittast í Japan um helgina. Viðræðum var slitið í maí og bentu ríkin tvö hvort á annað. 27. júní 2019 07:00 Vilja stilla til friðar í Hong Kong sem fyrst Sérstök skrifstofa Kommúnistaflokks Kína í höfuðborginni Peking um málefni Hong Kong og Macau fordæmdi í gær áhlaup sem mótmælendur í Hong Kong gerðu á þinghús sjálfstjórnarhéraðsins á mánudag. 3. júlí 2019 08:15 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gíg Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Sjá meira
Frá og með 1. júlí var komið á sorpflokkunarskyldu í Sjanghæ í Kína, mörgum íbúum stórborgarinnar til mikils ama. Með nýju reglunni eru allir íbúar og fyrirtæki borgarinnar skyldug til þess að flokka sorpið sitt, eða geta annars sætt sektum. Þeir sem sleppa því að flokka gætu jafnframt átt hættu á því að sjá félagshæfismat (e. social credit rating) sitt lækka. Slíkt gæti meðal annars haft þau áhrif að erfiðara reynist fyrir þá að fá bankalán. Til þess að framfylgja þessari skyldu þurfa íbúar sumra fjölbýlishúsa nú að skrá sig inn með húsnúmeri til þess að fá aðgang að endurvinnslutunnum. Þetta gerir umsjónarmönnum hússins kleift að fylgjast með því hverjir eru að standa sig í þessum efnum. Nýja skyldan er hluti af átaki kínverskra yfirvalda sem stefna að því auka hlutfall þess sorps sem er endurunnið þar í landi. Það hlutfall er í dag talið vera undir 20%, sem er mun lægra en í ríkjum á borð við Japan, Taívan, Suður-Kóreu og Bandaríkin. Kínversk yfirvöld stefna að því að ná 35% flokkunarhlutfalli Bandaríkjamanna fyrir árið 2020 í 46 kínverskum borgum. Nýju reglurnar í Sjanghæ eru sagðar vera fyrsta skrefið í þeim aðgerðum yfirvalda. Xi Jinping forseti Kína, kom inn á mikilvægi sorpflokkunar í ræðu sinni í júní. Margir íbúar Sjanghæ hafa þó átt í nokkru basli með nýju flokkunarskylduna, og kenna ruglandi flokkunarkerfi þar um.
Kína Umhverfismál Tengdar fréttir Telja trjárækt eina skilvirkustu loftslagsaðgerðina í boði Rannsókn bendir til þess að hægt væri að binda um 2/3 hluta þess kolefnis sem menn hafa losað fram að þessu með því að rækta upp land sem hentar undir tré. 5. júlí 2019 21:51 Bandaríkjamenn bjartsýnir á lausn deilunnar við Kína Fjármálaráðherra Bandaríkjanna segir viðræðurnar við Kínverja vera komnar níutíu prósent áleiðis. Forsetar ríkjanna tveggja munu hittast í Japan um helgina. Viðræðum var slitið í maí og bentu ríkin tvö hvort á annað. 27. júní 2019 07:00 Vilja stilla til friðar í Hong Kong sem fyrst Sérstök skrifstofa Kommúnistaflokks Kína í höfuðborginni Peking um málefni Hong Kong og Macau fordæmdi í gær áhlaup sem mótmælendur í Hong Kong gerðu á þinghús sjálfstjórnarhéraðsins á mánudag. 3. júlí 2019 08:15 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gíg Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Sjá meira
Telja trjárækt eina skilvirkustu loftslagsaðgerðina í boði Rannsókn bendir til þess að hægt væri að binda um 2/3 hluta þess kolefnis sem menn hafa losað fram að þessu með því að rækta upp land sem hentar undir tré. 5. júlí 2019 21:51
Bandaríkjamenn bjartsýnir á lausn deilunnar við Kína Fjármálaráðherra Bandaríkjanna segir viðræðurnar við Kínverja vera komnar níutíu prósent áleiðis. Forsetar ríkjanna tveggja munu hittast í Japan um helgina. Viðræðum var slitið í maí og bentu ríkin tvö hvort á annað. 27. júní 2019 07:00
Vilja stilla til friðar í Hong Kong sem fyrst Sérstök skrifstofa Kommúnistaflokks Kína í höfuðborginni Peking um málefni Hong Kong og Macau fordæmdi í gær áhlaup sem mótmælendur í Hong Kong gerðu á þinghús sjálfstjórnarhéraðsins á mánudag. 3. júlí 2019 08:15