Enski boltinn

Danny Rose einn af átta leikmönnum sem Tottenham vill losa sig við

Anton Ingi Leifsson skrifar
Danny Rose er á leið burt frá Tottenham ef marka má fréttir dagsins.
Danny Rose er á leið burt frá Tottenham ef marka má fréttir dagsins. vísir/getty
Enski landsliðsmaðurinn, Danny Rose, er einn af átta leikmönnum Tottenham sem má yfirgefa félagið í sumar. Þetta segir Daily Mail.

Rose hefur verið í herbúðum frá því að hann var sautján ára gamall er hann gekk í raðir Tottenham frá Leeds árið 2007.

Hann hefur leikið tæplega 150 leiki fyrir félagið á þeim tíma en Tottenham fór eftirminnilega í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Þar tapaði liðið fyrir Liverpool.

Ásamt Rose vill félagið losa sig við þá Kieran Trippier, Serge Aurier, Victor Wanyama, Vincent Janssen, Cameron Carter-Vickers, Josh Onomah og Marcus Edwards.

Stjórnarformaðurinn, Daniel Levy, vill losa leikmenn frá félaginu til þess að styrkja fjárhagstöðu félagsins vegna nýs leikvangs.

Einnig vill Levy gefa knattspyrnustjóra félagsins, Mauricio Pochettino, fjármuni til þess að kaupa leikmenn í sumar og styrkja þannig liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×