Enski boltinn

Lacazette segir efstu fjögur sætin vera markmið Arsenal

Lacazette í leik með Arsenal á síðustu leiktíð.
Lacazette í leik með Arsenal á síðustu leiktíð. vísir/getty
Alexandre Lacazette, framherji Arsenal, segir að félagið eigi að gleyma því að berjast um bikara í nokkur tímabil og reyna vera stöðugt í efstu fjórum sætunum í deildinni.

Félagið endaði í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og þeir komust einnig í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Þar töpuðu þeir 4-1 fyrir Chelsea.

Lacazette segir að félagið verði að halda áfram að bæta sig og segir að félagið þurfi mögulega að gleyma bikurum í nokkrar leiktíðir.







„Félag eins og Arsenal á að vera spila í Meistaradeildinni á hverri leiktíð. Við munum hugsa um að berjast um stærstu titlana eftir nokkur ár en fyrst þurfum við að vera með í Meistaradeildinni reglulega,“ sagði Frakkinn.

„Það verður að vera aðal markmið Arsenal á hverri einustu leiktíð. Við erum hungraðir í að heyra Meistaradeildarlagið. Við höfum gæðin í það svo við þurfum að sjá til þess að við náum því.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×