Sagður hafa gert út mansalshring úr kjallara foreldra sinna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. apríl 2019 23:01 News 12 long island Bandarískur karlmaður á fimmtugsaldri er sakaður um að hafa einn síns liðs gert út mansalshring úr kjallara foreldra sinna í New York um árabil. Saksóknarar í málinu segja hann hafa herjað á ungar konur háðar fíkniefnum og neytt þær til kynferðislegra athafna með öðrum mönnum í skipti fyrir peninga og fíkniefni. Maðurinn er 47 ára og heitir Raymond Rodio III. Þann 17. apríl var hann ákærður í sex ákæruliðum fyrir mansal og öðrum sex fyrir að stuðla að vændi. Hann var í dag leiddur fyrir dómara þar sem hann kvaðst saklaus. Hann var dæmdur í gæsluvarðhald og verður hann ekki látinn laus nema gegn tryggingu upp á eina milljón Bandaríkjadollara. Rodio gæti átt yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsi verði hann fundinn sekur um glæpina sem hann er ákærður fyrir. Saksóknari Suffolk-sýslu í New York, Tim Sini, segir Rodio hafa herjað sérstaklega á konur á þrítugsaldri sem háðar hafi verið fíkniefnum. Mansalshringur hans hafi verið starfræktur frá því í desember 2014 fram í febrúar 2018 og að um 20 konur hafi orðið fyrir barðinu á Rodio. Rodio er sagður hafa orðið konunum úti um eiturlyf án endurgjalds, fyrst um sinn, til þess að vinna traust þeirra og gera þær háðar honum. Hann hafi síðan nýtt sér bága stöðu þeirra til þess að neyða þær til kynferðislegra athafna með öðrum mönnum. Samkvæmt saksóknaranum máttu fórnarlömb Rodio hvergi í húsi foreldra hans vera nema í kjallaranum, sem var læstur að utan. Auk þess hafi engin salernisaðstaða verið til staðar í kjallaranum, heldur hafi konunum verið gert að gera þarfir sínar í þar til gerða fötu. Rodio er talinn hafa auglýst vændi til sölu á vefsíðum á borð við Backpage og Craigslist. Þá er hann sagður hafa haldið stórum hluta greiðslna fyrir vændið sjálfur, það er að segja ef fórnarlömb hans fengu þá nokkuð greitt. Rodio ku þá hafa hótað þeim fórnarlömbum sínum sem neituðu að selja líkama sinn með ofbeldi eða með því að segjast ætla að hætta að sjá þeim fyrir fíkniefnum. Foreldrar Rodio hafa neitað því að mansalið hafi verið gert út úr kjallara þeirra, en viðurkenna þó að Rodio hafi verið háður eiturlyfjum og þurfi nauðsynlega á hjálp að halda. Yfirvöld telja foreldrana ekki hafa tekið þátt í glæpastarfseminni né þá að þau hafi gerst sek um nokkuð annað ólöglegt. Bandaríkin Lögreglumál Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Bandarískur karlmaður á fimmtugsaldri er sakaður um að hafa einn síns liðs gert út mansalshring úr kjallara foreldra sinna í New York um árabil. Saksóknarar í málinu segja hann hafa herjað á ungar konur háðar fíkniefnum og neytt þær til kynferðislegra athafna með öðrum mönnum í skipti fyrir peninga og fíkniefni. Maðurinn er 47 ára og heitir Raymond Rodio III. Þann 17. apríl var hann ákærður í sex ákæruliðum fyrir mansal og öðrum sex fyrir að stuðla að vændi. Hann var í dag leiddur fyrir dómara þar sem hann kvaðst saklaus. Hann var dæmdur í gæsluvarðhald og verður hann ekki látinn laus nema gegn tryggingu upp á eina milljón Bandaríkjadollara. Rodio gæti átt yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsi verði hann fundinn sekur um glæpina sem hann er ákærður fyrir. Saksóknari Suffolk-sýslu í New York, Tim Sini, segir Rodio hafa herjað sérstaklega á konur á þrítugsaldri sem háðar hafi verið fíkniefnum. Mansalshringur hans hafi verið starfræktur frá því í desember 2014 fram í febrúar 2018 og að um 20 konur hafi orðið fyrir barðinu á Rodio. Rodio er sagður hafa orðið konunum úti um eiturlyf án endurgjalds, fyrst um sinn, til þess að vinna traust þeirra og gera þær háðar honum. Hann hafi síðan nýtt sér bága stöðu þeirra til þess að neyða þær til kynferðislegra athafna með öðrum mönnum. Samkvæmt saksóknaranum máttu fórnarlömb Rodio hvergi í húsi foreldra hans vera nema í kjallaranum, sem var læstur að utan. Auk þess hafi engin salernisaðstaða verið til staðar í kjallaranum, heldur hafi konunum verið gert að gera þarfir sínar í þar til gerða fötu. Rodio er talinn hafa auglýst vændi til sölu á vefsíðum á borð við Backpage og Craigslist. Þá er hann sagður hafa haldið stórum hluta greiðslna fyrir vændið sjálfur, það er að segja ef fórnarlömb hans fengu þá nokkuð greitt. Rodio ku þá hafa hótað þeim fórnarlömbum sínum sem neituðu að selja líkama sinn með ofbeldi eða með því að segjast ætla að hætta að sjá þeim fyrir fíkniefnum. Foreldrar Rodio hafa neitað því að mansalið hafi verið gert út úr kjallara þeirra, en viðurkenna þó að Rodio hafi verið háður eiturlyfjum og þurfi nauðsynlega á hjálp að halda. Yfirvöld telja foreldrana ekki hafa tekið þátt í glæpastarfseminni né þá að þau hafi gerst sek um nokkuð annað ólöglegt.
Bandaríkin Lögreglumál Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira