Fótbolti

Sú besta og markahæsta ætlar ekki í heimsókn til Trump

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rapinoe tekur við bikarnum frá forseta UEFA.
Rapinoe tekur við bikarnum frá forseta UEFA. vísir/getty
Megan Rapinoe fer heim til Bandaríkjanna með þrjú gullverðlaun frá HM í Frakklandi því hún var kjörin besti leikmaður mótsins og var einnig markahæst.

Bandaríkin vann Holland 2-0 í úrslitaleik mótsins sem fór fram í Lyon í dag en þar skoraði Rapinoe fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu.

Hún fær þar af leiðandi Gullboltann sem besti leikmaður mótsins en hún fór á kostum í mótinu. Lucy Bronze úr enska liðinu var í öðru sætinu og Rose Lavelle, samherji Rapinoe, var í því þriðja.Rapinoe var eins og áður segir einnig markahæsti leikmaður mótsins. Hún skoraði sex mörk, eins og Alex Morgan, en spilaði færri mínútur en Morgan og fær því gullskóinn.

Morgan tekur silfurskóinn og sú þriðja markahæsta var Ellen White úr enska landsliðinu. Tvö mörk voru einnig dæmd af Ellen eftir skoðun í VARsjá í mótinu en hún endar með fimm mörk.Rapinoe hefur staðið í ströngu á meðan mótinu stendur og einnig verið dugleg að láta Bandaríkjaforseta, Donald Trump, heyra það.

Hún sagðist meðal annars ekki ætla að heimsækja Trump verði liðinu boðið þangað vegna gullsins, en það er venjan í Bandaríkjunum að vinni landslið þjóðarinnar til gullverðlauna, heimsæki þau Hvíta húsið.


Tengdar fréttir

„Getur ekki unnið titla án samkynhneigðra“

Megan Rapinoe hefur verið mikið í sviðsljósinu síðustu daga, en auk þess að vera ein af lykilmönnum bandaríska landsliðsins á HM kvenna í Frakklandi þá hefur hún átt í deilum við Donald Trump.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.