Fótbolti

Trump gagnrýnir fyrirliða bandaríska kvennalandsliðsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rapinoe fyrr á mótinu.
Rapinoe fyrr á mótinu. vísir/getty

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, var ekki ánægður með ummæli fyrirliða bandaríska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, Megan Rapinoe, sem hún lét hafa eftir sér á dögunum.

Rapinoe skoraði úr tveimur vítaspyrnum er Bandaríkin bar sigurorð á Spáni í 16-liða úrslitum á HM í Frakklandi en Bandaríkin hefur titil að verja frá síðasta heimsmeistaramóti.

Eftir leikinn sagði Rapinoe að hún hefði ekki neinn áhuga á því að heimsækja Trump í Hvíta húsið fari svo að liðið vinni mótið.

Hún bætist því í hóp með framherjanum Alex Morgan sem sagði það fyrir mótið að hún myndi ekki mæta yrði liðinu boðið í Hvíta húsið.

Á Twitter-reikningi sínum í dag segir Trump að Rapinoe ætti ekki að sýna óvirðingu gagnvart landinu því að Bandaríkin væri að gera frábæra hluti, eins og venjan er vinni Bandaríkin til gullverðlauna.

Bandaríska landsliðið heimsótti Barack Obama í Hvíta húsið árið 2015 er liðið varð heimsmeistari og þá var Rapinoe með í för.

Twitter syrpu Trump má sjá hér að neðan.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.