Hætti við Chelsea eða United og kaupir Nice í staðinn Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 8. júlí 2019 09:30 Margir Íslendingar eiga góðar minningar frá Hreiðrinu í Nice. Þar lagði Ísland England á EM 2016. Íslandsvinurinn Jim Ratcliffe hefur nú keypt lið borgarinnar. vísir/Samsett/Getty Eigandi Grímsstaða á Fjöllum, sem hafði áhuga á að kaupa bæði Chelsea og Manchester United, er við það að ganga frá kaupum á franska úrvalsdeildarliðinu Nice samkvæmt frétt ESPN. Jim Ratcliffe, ríkasti maður Bretlandseyja, hefur verið mikið orðaður við kaup á fótboltafélagi á síðustu misserum. Hann á fyrir svissneska félagið Lausanne Sport og hjólaliðið Ineos sem keppir í Tour de France. Auk þess á hann meðal annars Grímsstaði á Fjöllum og laxveiðijarðir í Vopnafirði. Hann var sagður áhugasamur um kaup á Chelsea í byrjun árs og ekki er lengra síðan en í lok júní að fréttir bárust af því að Ratcliffe hefði spurst fyrir um Manchester United. Þrátt fyrir að vera stuðningsmaður United fannst honum verðmiði Glazer fjölskyldunnar of hár. Ratcliffe virðist hafa gefist upp á að fjárfesta í félagi í heimalandinu og eru kaup hans á Nice á lokametrunum eftir því sem heimildir ESPN segja. Fyrst þarf að skrifa undir pappírana, og á það að verða gert á stjórnarfundi á morgun. Þá þarf Ratcliffe að mæta fyrir fjármálaeftirlit frönsku deildarinnar og að lokum fara í viðtal hjá samkeppniseftirlitinu. Allt ætti þetta að taka fjórar til sex vikur. Ratcliffe er sagður hafa háleit markmið fyrir Nice. Hann vill sjá það í Meistaradeild Evrópu innan þriggja ára og veita Paris Saint-Germain samkeppni að franska meistaratitlinum, en PSG hefur svo gott sem verið í áskrift að titlinum síðustu ár. Tilboð Ratcliffe í Nice á að hafa verið upp á 100 milljónir evra. Núverandi eigendur keyptu félagið fyrir 23 milljónir evra fyrir þremur árum síðan. Fyrrum Arsenalmaðurinn Patrick Vieira er knattspyrnustjóri Nice og stýrði liðinu í sjöunda sæti Ligue 1 á sínu fyrsta ári með liðið síðasta vetur. Fótbolti Tengdar fréttir Ratcliffe herðir tökin á jörðum í Vopnafirði Nærri 90 prósent hlutafjár í Veiðiklúbbnum Streng eru nú komin í hendur hins breska Jims Ratcliffe. 20. nóvember 2018 06:15 Keypti Grímsstaði á Fjöllum árið 2016 og hafði nú áhuga á að kaupa Man. United Jim Ratcliffe, ríkasti maður Bretlands, er sagður hafa spurst fyrir um kaup á enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United. 26. júní 2019 11:30 Chelsea í hóp með Grímsstöðum á Fjöllum og laxveiðijörðum í Vopnafirði? Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe hefur áhuga á að kaupa enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea samkvæmt The Times. Chelsea myndi bætast í ríkulegan hóp eigna Ratcliffe sem inniheldur meðal annars laxveiðijarðir á Norðausturlandi og veiðiklúbbin Streng. 19. mars 2019 14:30 Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira
Eigandi Grímsstaða á Fjöllum, sem hafði áhuga á að kaupa bæði Chelsea og Manchester United, er við það að ganga frá kaupum á franska úrvalsdeildarliðinu Nice samkvæmt frétt ESPN. Jim Ratcliffe, ríkasti maður Bretlandseyja, hefur verið mikið orðaður við kaup á fótboltafélagi á síðustu misserum. Hann á fyrir svissneska félagið Lausanne Sport og hjólaliðið Ineos sem keppir í Tour de France. Auk þess á hann meðal annars Grímsstaði á Fjöllum og laxveiðijarðir í Vopnafirði. Hann var sagður áhugasamur um kaup á Chelsea í byrjun árs og ekki er lengra síðan en í lok júní að fréttir bárust af því að Ratcliffe hefði spurst fyrir um Manchester United. Þrátt fyrir að vera stuðningsmaður United fannst honum verðmiði Glazer fjölskyldunnar of hár. Ratcliffe virðist hafa gefist upp á að fjárfesta í félagi í heimalandinu og eru kaup hans á Nice á lokametrunum eftir því sem heimildir ESPN segja. Fyrst þarf að skrifa undir pappírana, og á það að verða gert á stjórnarfundi á morgun. Þá þarf Ratcliffe að mæta fyrir fjármálaeftirlit frönsku deildarinnar og að lokum fara í viðtal hjá samkeppniseftirlitinu. Allt ætti þetta að taka fjórar til sex vikur. Ratcliffe er sagður hafa háleit markmið fyrir Nice. Hann vill sjá það í Meistaradeild Evrópu innan þriggja ára og veita Paris Saint-Germain samkeppni að franska meistaratitlinum, en PSG hefur svo gott sem verið í áskrift að titlinum síðustu ár. Tilboð Ratcliffe í Nice á að hafa verið upp á 100 milljónir evra. Núverandi eigendur keyptu félagið fyrir 23 milljónir evra fyrir þremur árum síðan. Fyrrum Arsenalmaðurinn Patrick Vieira er knattspyrnustjóri Nice og stýrði liðinu í sjöunda sæti Ligue 1 á sínu fyrsta ári með liðið síðasta vetur.
Fótbolti Tengdar fréttir Ratcliffe herðir tökin á jörðum í Vopnafirði Nærri 90 prósent hlutafjár í Veiðiklúbbnum Streng eru nú komin í hendur hins breska Jims Ratcliffe. 20. nóvember 2018 06:15 Keypti Grímsstaði á Fjöllum árið 2016 og hafði nú áhuga á að kaupa Man. United Jim Ratcliffe, ríkasti maður Bretlands, er sagður hafa spurst fyrir um kaup á enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United. 26. júní 2019 11:30 Chelsea í hóp með Grímsstöðum á Fjöllum og laxveiðijörðum í Vopnafirði? Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe hefur áhuga á að kaupa enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea samkvæmt The Times. Chelsea myndi bætast í ríkulegan hóp eigna Ratcliffe sem inniheldur meðal annars laxveiðijarðir á Norðausturlandi og veiðiklúbbin Streng. 19. mars 2019 14:30 Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira
Ratcliffe herðir tökin á jörðum í Vopnafirði Nærri 90 prósent hlutafjár í Veiðiklúbbnum Streng eru nú komin í hendur hins breska Jims Ratcliffe. 20. nóvember 2018 06:15
Keypti Grímsstaði á Fjöllum árið 2016 og hafði nú áhuga á að kaupa Man. United Jim Ratcliffe, ríkasti maður Bretlands, er sagður hafa spurst fyrir um kaup á enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United. 26. júní 2019 11:30
Chelsea í hóp með Grímsstöðum á Fjöllum og laxveiðijörðum í Vopnafirði? Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe hefur áhuga á að kaupa enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea samkvæmt The Times. Chelsea myndi bætast í ríkulegan hóp eigna Ratcliffe sem inniheldur meðal annars laxveiðijarðir á Norðausturlandi og veiðiklúbbin Streng. 19. mars 2019 14:30