Hætti við Chelsea eða United og kaupir Nice í staðinn Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 8. júlí 2019 09:30 Margir Íslendingar eiga góðar minningar frá Hreiðrinu í Nice. Þar lagði Ísland England á EM 2016. Íslandsvinurinn Jim Ratcliffe hefur nú keypt lið borgarinnar. vísir/Samsett/Getty Eigandi Grímsstaða á Fjöllum, sem hafði áhuga á að kaupa bæði Chelsea og Manchester United, er við það að ganga frá kaupum á franska úrvalsdeildarliðinu Nice samkvæmt frétt ESPN. Jim Ratcliffe, ríkasti maður Bretlandseyja, hefur verið mikið orðaður við kaup á fótboltafélagi á síðustu misserum. Hann á fyrir svissneska félagið Lausanne Sport og hjólaliðið Ineos sem keppir í Tour de France. Auk þess á hann meðal annars Grímsstaði á Fjöllum og laxveiðijarðir í Vopnafirði. Hann var sagður áhugasamur um kaup á Chelsea í byrjun árs og ekki er lengra síðan en í lok júní að fréttir bárust af því að Ratcliffe hefði spurst fyrir um Manchester United. Þrátt fyrir að vera stuðningsmaður United fannst honum verðmiði Glazer fjölskyldunnar of hár. Ratcliffe virðist hafa gefist upp á að fjárfesta í félagi í heimalandinu og eru kaup hans á Nice á lokametrunum eftir því sem heimildir ESPN segja. Fyrst þarf að skrifa undir pappírana, og á það að verða gert á stjórnarfundi á morgun. Þá þarf Ratcliffe að mæta fyrir fjármálaeftirlit frönsku deildarinnar og að lokum fara í viðtal hjá samkeppniseftirlitinu. Allt ætti þetta að taka fjórar til sex vikur. Ratcliffe er sagður hafa háleit markmið fyrir Nice. Hann vill sjá það í Meistaradeild Evrópu innan þriggja ára og veita Paris Saint-Germain samkeppni að franska meistaratitlinum, en PSG hefur svo gott sem verið í áskrift að titlinum síðustu ár. Tilboð Ratcliffe í Nice á að hafa verið upp á 100 milljónir evra. Núverandi eigendur keyptu félagið fyrir 23 milljónir evra fyrir þremur árum síðan. Fyrrum Arsenalmaðurinn Patrick Vieira er knattspyrnustjóri Nice og stýrði liðinu í sjöunda sæti Ligue 1 á sínu fyrsta ári með liðið síðasta vetur. Fótbolti Tengdar fréttir Ratcliffe herðir tökin á jörðum í Vopnafirði Nærri 90 prósent hlutafjár í Veiðiklúbbnum Streng eru nú komin í hendur hins breska Jims Ratcliffe. 20. nóvember 2018 06:15 Keypti Grímsstaði á Fjöllum árið 2016 og hafði nú áhuga á að kaupa Man. United Jim Ratcliffe, ríkasti maður Bretlands, er sagður hafa spurst fyrir um kaup á enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United. 26. júní 2019 11:30 Chelsea í hóp með Grímsstöðum á Fjöllum og laxveiðijörðum í Vopnafirði? Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe hefur áhuga á að kaupa enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea samkvæmt The Times. Chelsea myndi bætast í ríkulegan hóp eigna Ratcliffe sem inniheldur meðal annars laxveiðijarðir á Norðausturlandi og veiðiklúbbin Streng. 19. mars 2019 14:30 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjá meira
Eigandi Grímsstaða á Fjöllum, sem hafði áhuga á að kaupa bæði Chelsea og Manchester United, er við það að ganga frá kaupum á franska úrvalsdeildarliðinu Nice samkvæmt frétt ESPN. Jim Ratcliffe, ríkasti maður Bretlandseyja, hefur verið mikið orðaður við kaup á fótboltafélagi á síðustu misserum. Hann á fyrir svissneska félagið Lausanne Sport og hjólaliðið Ineos sem keppir í Tour de France. Auk þess á hann meðal annars Grímsstaði á Fjöllum og laxveiðijarðir í Vopnafirði. Hann var sagður áhugasamur um kaup á Chelsea í byrjun árs og ekki er lengra síðan en í lok júní að fréttir bárust af því að Ratcliffe hefði spurst fyrir um Manchester United. Þrátt fyrir að vera stuðningsmaður United fannst honum verðmiði Glazer fjölskyldunnar of hár. Ratcliffe virðist hafa gefist upp á að fjárfesta í félagi í heimalandinu og eru kaup hans á Nice á lokametrunum eftir því sem heimildir ESPN segja. Fyrst þarf að skrifa undir pappírana, og á það að verða gert á stjórnarfundi á morgun. Þá þarf Ratcliffe að mæta fyrir fjármálaeftirlit frönsku deildarinnar og að lokum fara í viðtal hjá samkeppniseftirlitinu. Allt ætti þetta að taka fjórar til sex vikur. Ratcliffe er sagður hafa háleit markmið fyrir Nice. Hann vill sjá það í Meistaradeild Evrópu innan þriggja ára og veita Paris Saint-Germain samkeppni að franska meistaratitlinum, en PSG hefur svo gott sem verið í áskrift að titlinum síðustu ár. Tilboð Ratcliffe í Nice á að hafa verið upp á 100 milljónir evra. Núverandi eigendur keyptu félagið fyrir 23 milljónir evra fyrir þremur árum síðan. Fyrrum Arsenalmaðurinn Patrick Vieira er knattspyrnustjóri Nice og stýrði liðinu í sjöunda sæti Ligue 1 á sínu fyrsta ári með liðið síðasta vetur.
Fótbolti Tengdar fréttir Ratcliffe herðir tökin á jörðum í Vopnafirði Nærri 90 prósent hlutafjár í Veiðiklúbbnum Streng eru nú komin í hendur hins breska Jims Ratcliffe. 20. nóvember 2018 06:15 Keypti Grímsstaði á Fjöllum árið 2016 og hafði nú áhuga á að kaupa Man. United Jim Ratcliffe, ríkasti maður Bretlands, er sagður hafa spurst fyrir um kaup á enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United. 26. júní 2019 11:30 Chelsea í hóp með Grímsstöðum á Fjöllum og laxveiðijörðum í Vopnafirði? Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe hefur áhuga á að kaupa enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea samkvæmt The Times. Chelsea myndi bætast í ríkulegan hóp eigna Ratcliffe sem inniheldur meðal annars laxveiðijarðir á Norðausturlandi og veiðiklúbbin Streng. 19. mars 2019 14:30 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjá meira
Ratcliffe herðir tökin á jörðum í Vopnafirði Nærri 90 prósent hlutafjár í Veiðiklúbbnum Streng eru nú komin í hendur hins breska Jims Ratcliffe. 20. nóvember 2018 06:15
Keypti Grímsstaði á Fjöllum árið 2016 og hafði nú áhuga á að kaupa Man. United Jim Ratcliffe, ríkasti maður Bretlands, er sagður hafa spurst fyrir um kaup á enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United. 26. júní 2019 11:30
Chelsea í hóp með Grímsstöðum á Fjöllum og laxveiðijörðum í Vopnafirði? Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe hefur áhuga á að kaupa enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea samkvæmt The Times. Chelsea myndi bætast í ríkulegan hóp eigna Ratcliffe sem inniheldur meðal annars laxveiðijarðir á Norðausturlandi og veiðiklúbbin Streng. 19. mars 2019 14:30