Gylfi mættur aftur í vinnuna eftir brúðkaupsferðina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2019 11:45 Gylfi Sigurðsson átti eftirminnilegt sumar eftir frábært tímabil með Everton. Getty/Oliver Hardt Alvaran er aftur tekin við hjá íslenska landsliðsmiðjumanninum Gylfa Þór Sigurðssyni eftir einkar eftirminnilegt sumar. Síðan Gylfi kvaddi liðsfélaga sína í Everton í maí þá hefur hann upplifað ýmislegt. Gylfi byrjaði á því að hjálpa íslenska landsliðinu að vinna tvo lífsnauðsynlega sigra í undankeppni EM 2020, þaðan var farið til Ítalíu þar sem Gylfi giftist Alexöndru Ívarsdóttur við glæsilega athöfn við Como-vatn á Ítalíu. Í kjölfarið fóru þau síðan í brúðkaupsferð til Asíu. Gylfi fékk aukafrí hjá Everton til að klára brúðkaupsferðina en í gær kom hann aftur til móts við Everton liðið eins og sjá má hér fyrir neðan. Everton sagði frá komu hans á samfélagsmiðlum sínum.... @LucasDigne, @b_10duarte, @michaelkeane04, @JPickford1, Gylfi Sigurdsson & Seamus Coleman! #EFCpic.twitter.com/ZFTKkfj71s — Everton (@Everton) July 8, 2019Gylfi var ekki sá eini sem fékk lengra frí því það fengu einnig þeir Jordan Pickford, Michael Keane, Lucas Digne og Bernard. Nokkrir leikmenn liðsins voru síðan uppteknir með landsliðum sínum í Copa America og Afríkukeppninni. Gylfi Sigurðsson átti frábært tímabil með Everton 2018-19 en hann var þá með 13 mörk og 6 stoðsendingar í 38 leikjum. Það er því búist við miklu af okkar manni á 2019-20 tímabilinu sem hefst með útileik á móti Crystal Palace 10. ágúst næstkomandi. Fyrst þarf þó að taka undirbúningstímabilið með stæl og koma sér í leikform á nýjan leik. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjá meira
Alvaran er aftur tekin við hjá íslenska landsliðsmiðjumanninum Gylfa Þór Sigurðssyni eftir einkar eftirminnilegt sumar. Síðan Gylfi kvaddi liðsfélaga sína í Everton í maí þá hefur hann upplifað ýmislegt. Gylfi byrjaði á því að hjálpa íslenska landsliðinu að vinna tvo lífsnauðsynlega sigra í undankeppni EM 2020, þaðan var farið til Ítalíu þar sem Gylfi giftist Alexöndru Ívarsdóttur við glæsilega athöfn við Como-vatn á Ítalíu. Í kjölfarið fóru þau síðan í brúðkaupsferð til Asíu. Gylfi fékk aukafrí hjá Everton til að klára brúðkaupsferðina en í gær kom hann aftur til móts við Everton liðið eins og sjá má hér fyrir neðan. Everton sagði frá komu hans á samfélagsmiðlum sínum.... @LucasDigne, @b_10duarte, @michaelkeane04, @JPickford1, Gylfi Sigurdsson & Seamus Coleman! #EFCpic.twitter.com/ZFTKkfj71s — Everton (@Everton) July 8, 2019Gylfi var ekki sá eini sem fékk lengra frí því það fengu einnig þeir Jordan Pickford, Michael Keane, Lucas Digne og Bernard. Nokkrir leikmenn liðsins voru síðan uppteknir með landsliðum sínum í Copa America og Afríkukeppninni. Gylfi Sigurðsson átti frábært tímabil með Everton 2018-19 en hann var þá með 13 mörk og 6 stoðsendingar í 38 leikjum. Það er því búist við miklu af okkar manni á 2019-20 tímabilinu sem hefst með útileik á móti Crystal Palace 10. ágúst næstkomandi. Fyrst þarf þó að taka undirbúningstímabilið með stæl og koma sér í leikform á nýjan leik.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjá meira