Madrídarbúar mótmæla afturköllun bílabanns Sylvía Hall skrifar 30. júní 2019 08:22 Mótmælendur létu hitabylgjuna ekki stoppa sig. Twitter Þúsundir söfnuðust saman á götum Madrídarborgar í gær eftir að nýr borgarstjóri, José Luis Martínez-Almeida, afturkallaði bann við bílaumferð í miðborginni. Bannið, sem sett var á í nóvember, náði til flestra bensín og dísilbíla. Þetta kemur fram á BBC en bannið hafði verið sett á í tíð fyrrverandi borgarstjóra, Manuelu Carmenu Castrillo, og var til þess fallið að halda loftmengun innan þeirra marka sem reglur Evrópusambandsins kveða á um. Voru ökumenn sem brutu gegn banninu sektaðir um níutíu evrur eða það sem jafngildir um þrettán þúsund íslenskum krónum. Íbúar eru verulega ósáttir við þessa breytingu enda hafði bílabannið bæði dregið úr mengun og hávaða í borginni. Þá fóru fleiri að nýta sér hjólreiðar sem samgöngumáta líkt og lagt var upp með í upphafi.It’s powerfully poetic that people fighting to keep #Madrid’s city centre low-emission, for less pollution & #climatechange mitigation, do it by filling streets with people, with no space left for cars. #MadridCentralSeQueda HT @Robertofr63@NacionRotondapic.twitter.com/fxe1GkFNEi — Brent Toderian (@BrentToderian) June 29, 2019Vill endurskoða áætlunina með hliðsjón af þörfum borgarbúa Hitabylgjan stoppaði mótmælendur ekki og söfnuðust þeir saman og kölluðu eftir því að sitjandi borgarstjóri myndi setja bannið aftur í gildi. Þrátt fyrir óánægju borgarbúa nýtur borgarstjórinn stuðnings annarra flokka sem eru mótfallnir banninu, en bannið var hluti af áætluninni „Madrid Central“. Mælingar sýna að loftmengun í borginni náði sögulegu lágmarki eftir að bannið tók gildi. Mengun af völdum farartækja hafði ekki verið minni í maímánuði frá því að mælingar hófust árið 2010 en þeir bílar sem féllu undir bannið máttu ekki keyra inn á fimm ferkílómetra svæði í miðborginni. Margir óttast að nýi borgarstjórinn muni ekki taka loftslagsmálin föstum tökum en hann segist vilja endurskoða áætlunina með hliðsjón af samgönguþörfum borgarbúa. Leiðtogaráð Evrópusambandsins hefur varað borgaryfirvöld við því að mögulega komi til refsiaðgerða ef borgin heldur loftmengun ekki innan þeirra marka sem reglur Evrópusambandsins kveða á um. Loftslagsmál Spánn Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fimm fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Fimm fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira
Þúsundir söfnuðust saman á götum Madrídarborgar í gær eftir að nýr borgarstjóri, José Luis Martínez-Almeida, afturkallaði bann við bílaumferð í miðborginni. Bannið, sem sett var á í nóvember, náði til flestra bensín og dísilbíla. Þetta kemur fram á BBC en bannið hafði verið sett á í tíð fyrrverandi borgarstjóra, Manuelu Carmenu Castrillo, og var til þess fallið að halda loftmengun innan þeirra marka sem reglur Evrópusambandsins kveða á um. Voru ökumenn sem brutu gegn banninu sektaðir um níutíu evrur eða það sem jafngildir um þrettán þúsund íslenskum krónum. Íbúar eru verulega ósáttir við þessa breytingu enda hafði bílabannið bæði dregið úr mengun og hávaða í borginni. Þá fóru fleiri að nýta sér hjólreiðar sem samgöngumáta líkt og lagt var upp með í upphafi.It’s powerfully poetic that people fighting to keep #Madrid’s city centre low-emission, for less pollution & #climatechange mitigation, do it by filling streets with people, with no space left for cars. #MadridCentralSeQueda HT @Robertofr63@NacionRotondapic.twitter.com/fxe1GkFNEi — Brent Toderian (@BrentToderian) June 29, 2019Vill endurskoða áætlunina með hliðsjón af þörfum borgarbúa Hitabylgjan stoppaði mótmælendur ekki og söfnuðust þeir saman og kölluðu eftir því að sitjandi borgarstjóri myndi setja bannið aftur í gildi. Þrátt fyrir óánægju borgarbúa nýtur borgarstjórinn stuðnings annarra flokka sem eru mótfallnir banninu, en bannið var hluti af áætluninni „Madrid Central“. Mælingar sýna að loftmengun í borginni náði sögulegu lágmarki eftir að bannið tók gildi. Mengun af völdum farartækja hafði ekki verið minni í maímánuði frá því að mælingar hófust árið 2010 en þeir bílar sem féllu undir bannið máttu ekki keyra inn á fimm ferkílómetra svæði í miðborginni. Margir óttast að nýi borgarstjórinn muni ekki taka loftslagsmálin föstum tökum en hann segist vilja endurskoða áætlunina með hliðsjón af samgönguþörfum borgarbúa. Leiðtogaráð Evrópusambandsins hefur varað borgaryfirvöld við því að mögulega komi til refsiaðgerða ef borgin heldur loftmengun ekki innan þeirra marka sem reglur Evrópusambandsins kveða á um.
Loftslagsmál Spánn Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fimm fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Fimm fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira