Madrídarbúar mótmæla afturköllun bílabanns Sylvía Hall skrifar 30. júní 2019 08:22 Mótmælendur létu hitabylgjuna ekki stoppa sig. Twitter Þúsundir söfnuðust saman á götum Madrídarborgar í gær eftir að nýr borgarstjóri, José Luis Martínez-Almeida, afturkallaði bann við bílaumferð í miðborginni. Bannið, sem sett var á í nóvember, náði til flestra bensín og dísilbíla. Þetta kemur fram á BBC en bannið hafði verið sett á í tíð fyrrverandi borgarstjóra, Manuelu Carmenu Castrillo, og var til þess fallið að halda loftmengun innan þeirra marka sem reglur Evrópusambandsins kveða á um. Voru ökumenn sem brutu gegn banninu sektaðir um níutíu evrur eða það sem jafngildir um þrettán þúsund íslenskum krónum. Íbúar eru verulega ósáttir við þessa breytingu enda hafði bílabannið bæði dregið úr mengun og hávaða í borginni. Þá fóru fleiri að nýta sér hjólreiðar sem samgöngumáta líkt og lagt var upp með í upphafi.It’s powerfully poetic that people fighting to keep #Madrid’s city centre low-emission, for less pollution & #climatechange mitigation, do it by filling streets with people, with no space left for cars. #MadridCentralSeQueda HT @Robertofr63@NacionRotondapic.twitter.com/fxe1GkFNEi — Brent Toderian (@BrentToderian) June 29, 2019Vill endurskoða áætlunina með hliðsjón af þörfum borgarbúa Hitabylgjan stoppaði mótmælendur ekki og söfnuðust þeir saman og kölluðu eftir því að sitjandi borgarstjóri myndi setja bannið aftur í gildi. Þrátt fyrir óánægju borgarbúa nýtur borgarstjórinn stuðnings annarra flokka sem eru mótfallnir banninu, en bannið var hluti af áætluninni „Madrid Central“. Mælingar sýna að loftmengun í borginni náði sögulegu lágmarki eftir að bannið tók gildi. Mengun af völdum farartækja hafði ekki verið minni í maímánuði frá því að mælingar hófust árið 2010 en þeir bílar sem féllu undir bannið máttu ekki keyra inn á fimm ferkílómetra svæði í miðborginni. Margir óttast að nýi borgarstjórinn muni ekki taka loftslagsmálin föstum tökum en hann segist vilja endurskoða áætlunina með hliðsjón af samgönguþörfum borgarbúa. Leiðtogaráð Evrópusambandsins hefur varað borgaryfirvöld við því að mögulega komi til refsiaðgerða ef borgin heldur loftmengun ekki innan þeirra marka sem reglur Evrópusambandsins kveða á um. Loftslagsmál Spánn Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Þúsundir söfnuðust saman á götum Madrídarborgar í gær eftir að nýr borgarstjóri, José Luis Martínez-Almeida, afturkallaði bann við bílaumferð í miðborginni. Bannið, sem sett var á í nóvember, náði til flestra bensín og dísilbíla. Þetta kemur fram á BBC en bannið hafði verið sett á í tíð fyrrverandi borgarstjóra, Manuelu Carmenu Castrillo, og var til þess fallið að halda loftmengun innan þeirra marka sem reglur Evrópusambandsins kveða á um. Voru ökumenn sem brutu gegn banninu sektaðir um níutíu evrur eða það sem jafngildir um þrettán þúsund íslenskum krónum. Íbúar eru verulega ósáttir við þessa breytingu enda hafði bílabannið bæði dregið úr mengun og hávaða í borginni. Þá fóru fleiri að nýta sér hjólreiðar sem samgöngumáta líkt og lagt var upp með í upphafi.It’s powerfully poetic that people fighting to keep #Madrid’s city centre low-emission, for less pollution & #climatechange mitigation, do it by filling streets with people, with no space left for cars. #MadridCentralSeQueda HT @Robertofr63@NacionRotondapic.twitter.com/fxe1GkFNEi — Brent Toderian (@BrentToderian) June 29, 2019Vill endurskoða áætlunina með hliðsjón af þörfum borgarbúa Hitabylgjan stoppaði mótmælendur ekki og söfnuðust þeir saman og kölluðu eftir því að sitjandi borgarstjóri myndi setja bannið aftur í gildi. Þrátt fyrir óánægju borgarbúa nýtur borgarstjórinn stuðnings annarra flokka sem eru mótfallnir banninu, en bannið var hluti af áætluninni „Madrid Central“. Mælingar sýna að loftmengun í borginni náði sögulegu lágmarki eftir að bannið tók gildi. Mengun af völdum farartækja hafði ekki verið minni í maímánuði frá því að mælingar hófust árið 2010 en þeir bílar sem féllu undir bannið máttu ekki keyra inn á fimm ferkílómetra svæði í miðborginni. Margir óttast að nýi borgarstjórinn muni ekki taka loftslagsmálin föstum tökum en hann segist vilja endurskoða áætlunina með hliðsjón af samgönguþörfum borgarbúa. Leiðtogaráð Evrópusambandsins hefur varað borgaryfirvöld við því að mögulega komi til refsiaðgerða ef borgin heldur loftmengun ekki innan þeirra marka sem reglur Evrópusambandsins kveða á um.
Loftslagsmál Spánn Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira