KR-ingar bretta upp ermar fyrir stórleik kvöldsins Anton Ingi Leifsson skrifar 1. júlí 2019 08:00 Það verður risaslagur á Meistaravöllum í kvöld þegar efstu lið Pepsi Max-deildarinnar, KR og Breiðablik, eigast við. Það er viðbúnaður í Vesturbænum enda reiknað með allt að fjögur þúsund áhorfendum á leikinn. KR-ingar voru mættir í dag til þess að gera allt klárt fyrir stórleik kvöldsins og margir KR-ingar lögðu hönd á plóg. „Það er loksins sem við erum með lið í toppbaráttu. Við vorum að ræða það áðan að það eru fimm ár síðan við vorum síðast að raða upp brettum,“ sagði Páll Kristjánsson, lögmaður og stjórnarmaður KR, sem var mættur til að taka til hendinni í gær er Guðjón Guðmundsson kíkti við. „Við erum að horfa á það að það komi rúmlega þrjú þúsund manns. Það er langt síðan við fengum þá mætingu á völlinn en það stefnir allt í þá átt.“ „Það hefur verið eftirspurn eftir miðum í forsölu en það er enginn forsala. Menn mæta bara snemma og tryggja sér sæti á besta stað.“ Það hefur verið mikil stemning yfir KR-liðinu í sumar og tekur Páll undir það. Páll segir þó að stemningin í deildinni allri hafi ekki verið svona mikil lengi. „Ég vil meina að það sé ekki búið að vera svona mikil stemning yfir Pepsi-deildinni ansi lengi. Það er mín skoðun að það haldist í hendur við gengi KR-liðsins.“ „Það er okkur að þakka að það sé svona mikil stemning og bjartsýni í kringum íslenskan fótbolta. Við höfum verið undir pari í fimm ár en við erum að rísa upp,“ sagði kokhraustur Páll að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Sjá meira
Það verður risaslagur á Meistaravöllum í kvöld þegar efstu lið Pepsi Max-deildarinnar, KR og Breiðablik, eigast við. Það er viðbúnaður í Vesturbænum enda reiknað með allt að fjögur þúsund áhorfendum á leikinn. KR-ingar voru mættir í dag til þess að gera allt klárt fyrir stórleik kvöldsins og margir KR-ingar lögðu hönd á plóg. „Það er loksins sem við erum með lið í toppbaráttu. Við vorum að ræða það áðan að það eru fimm ár síðan við vorum síðast að raða upp brettum,“ sagði Páll Kristjánsson, lögmaður og stjórnarmaður KR, sem var mættur til að taka til hendinni í gær er Guðjón Guðmundsson kíkti við. „Við erum að horfa á það að það komi rúmlega þrjú þúsund manns. Það er langt síðan við fengum þá mætingu á völlinn en það stefnir allt í þá átt.“ „Það hefur verið eftirspurn eftir miðum í forsölu en það er enginn forsala. Menn mæta bara snemma og tryggja sér sæti á besta stað.“ Það hefur verið mikil stemning yfir KR-liðinu í sumar og tekur Páll undir það. Páll segir þó að stemningin í deildinni allri hafi ekki verið svona mikil lengi. „Ég vil meina að það sé ekki búið að vera svona mikil stemning yfir Pepsi-deildinni ansi lengi. Það er mín skoðun að það haldist í hendur við gengi KR-liðsins.“ „Það er okkur að þakka að það sé svona mikil stemning og bjartsýni í kringum íslenskan fótbolta. Við höfum verið undir pari í fimm ár en við erum að rísa upp,“ sagði kokhraustur Páll að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Sjá meira