Enski boltinn

Guardiola mun hvorki þjálfa Barcelona né Bayern Munchen á nýjan leik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guardiola fagnar sigri City í deildinni á síðustu leiktíð.
Guardiola fagnar sigri City í deildinni á síðustu leiktíð. vísir/getty
Pep Guardiola, stjóri tvöfaldra Englandsmeistara Manchester City, mun ekki snúa aftur til Barcelona eða Bayern Munchen því hann elskar ensku úrvalsdeildina.

Guardiola hefur gert frábæra hluti á Englandi síðan að hann tók við liði City og hefur meðal annars unnið Englandsmeistaratitilinn nú tvö ár í röð; fyrst með rúmlega 100 stig og svo með 98 stig.

„Það sem ég er ánægðastur með er að við sönnuðum fyrir fólki sem sagði að það væri ekki hægt að spila þessa tegund af fótbolta í Þýskalandi eða í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Guardiola við þýskt dagblað en Guardiola leggur mikið upp úr fallegum sendingarbolta.







„Ég hef allt hérna hjá City. Allt sem ég þarf. Vinnan heima á Spáni er erfiðari því þar eru meiri tilfinningar og blaðamannafundirnir eru erfiðari.“

Guardiola hefur áður stýrt Barcelona og Bayern Munchen en hann er ekki á leið burt frá Englandi, ef marka má orð hans.

„Ég mun ekki fara aftur til Barcelona eða Þýskalands. Hvar get ég haft aðstöðuna eins góða og spila í eins fallegri deild og enska úrvalsdeildin er?“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×