Íslenski boltinn

Besta byrjun KR-inga síðan þeir urðu síðast Íslandsmeistarar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
KR-ingar hafa unnið fimm leiki í röð og sitja á toppi Pepsi Max-deildinni.
KR-ingar hafa unnið fimm leiki í röð og sitja á toppi Pepsi Max-deildinni. vísir/bára
KR-ingar hafa ekki byrjað jafn vel á Íslandsmóti síðan þeir urðu Íslandsmeistarar fyrir sex árum síðan.KR komst á topp Pepsi Max-deildar karla með 3-2 sigri á Íslandsmeisturum Vals á Meistaravöllum í gær. KR-ingar lentu 0-2 undir en komu til baka og unnu góðan sigur.Eftir níu umferðir er KR með 20 stig, einu stigi meira en Breiðablik. ÍA er með 16 stig í 3. sætinu en á leik til góða á bæði KR og Breiðablik.KR hefur ekki farið jafn vel af stað í efstu deild síðan 2013, þegar liðið varð Íslandsmeistari í 26. sinn. Það er jafnframt síðasti Íslandsmeistaratitill félagsins í fótbolta karla.Fyrir sex árum unnu KR-ingar átta af fyrstu níu leikjum sínum og gerðu eitt jafntefli og voru með fimm stiga forskot á toppnum.Líkt og nú var Rúnar Kristinsson við stjórnvölinn hjá KR. Hann gerði KR-inga að Íslandsmeisturum 2011 og 2013 og bikarmeisturum 2011, 2012 og 2014. Eftir hafa þjálfað Lilleström og Lokeren sneri Rúnar aftur heim í KR haustið 2017.KR var bara með fimm stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar í sumar en hefur unnið síðustu fimm leiki sína.Í næstu umferð Pepsi Max-deildarinnar fara KR-ingar í Kaplakrika og mæta þar FH-ingum. Í 11. umferðinni fær KR svo Breiðablik í heimsókn.Mörkin úr leik KR og Vals í gær má sjá hér fyrir neðan.Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.