Innlent

Spóinn var eins og plastskrímsli

Jakob Bjarnar skrifar
Skilaboð Atla Svavarssonar plokkara og barátta gegn plastinu eru nú komin á alþjóðavettvang.
Skilaboð Atla Svavarssonar plokkara og barátta gegn plastinu eru nú komin á alþjóðavettvang. fbl/anton brink

Atli Svavarsson er íslenskur drengur sem hefur vakið verulega athygli hér á Íslandi, enda hefur hann farið í fararbroddi í plokkaravakningunni, hefur nú vakið athygli á alþjóðavettvangi.

Í skýrslu íslenskra stjórnvalda sem Sameinuðu þjóðirnar birta á vef sínum um innleiðingu heimsmarkmiða, er að finna sérstök skilaboð frá Atla.

„Mér hlýnar um hjartaræturnar þegar vitnað er í guttann minn,“ segir Svavar Hávarðsson ritstjóri sem hefur verið hægri hönd sonar síns í plokkinu. 

Orð Atla í skýrslunni eru eftirtektarverð. En, sjá má mynd af þeim hér neðar.

Uppáhalds fugl Atla er spói. Eitt sinn sá hann spóa sem var eins og plastskrímsli. Og þá fór Atli að gráta.

Í lauslegri þýðingu segir Atli að fiskar, fuglar og hvalir éti plast og dýr geti dáið. Hann segist hafa séð myndir af dauðum hvölum og fuglum og það sé hræðilegt. „Eftirlætis fuglinn minn er spói og ég sá einn sem var eins og plastskrímsli. Og þá fór ég að gráta,“ segir í málsgrein Atla sem finna má í skýrslunni.

Svavar vekur athygli á þessu á Facebooksíðu sinni, stoltur af syni sínum sem von er.

„Því verður ekki neitað að þetta kom skemmtilega á óvart. Ég dreg þá ályktun af þessu að við erum farin að hlusta á börnin okkar og áhyggjur þeirra af framtíðinni. Það er þó ekkert annað en skylda okkar.“


Tengdar fréttir

Guðni forseti: „Ég er ekki í hópi ofurplokkara“

Forseti Íslands er ekki í hópi ofurplokkara en segist gjarnan með sér poka fyrir rusl þegar hann fer út að skokka. Nokkur hundruð tóku þátt í skipulögðu plokki á höfuðborgarsvæðinu og enn fleiri um land allt á stóra plokkdeginum 2019 sem fór fram í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.