Umhverfisráðherra plokkar við Vesturlandsveg: „Sorp er fyrst og fremst verðmæti“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. apríl 2019 11:57 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra var mættur að plokka við Vesturlandsveg ásamt vöskum plokkurum. Vísir/Friðrik Þór Rusl er verðmæti sem hægt er að nýta betur segir umhverfisráðherra sem ræsti stóra plokkdaginn sem er í dag. Forseti Íslands ætlar einnig að taka til hendinni ásamt plokkurum um land allt í tilefni dagsins. Markmiðið með plokkinu er að hreinsa til í umhverfinu, tína rusl og koma því í endurvinnslu. Á höfuðborgarsvæðinu verður sjónum beint að Reykjanesbraut, Vesturlandsvegi og Suðurlandsvegi en skipulagt plokk fer fram víða um land í dag. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra setti stóra plokkdaginn 2019 formlega klukkan tíu í morgun. „Ég er staddur hérna við Vesturlandsveginn ásamt hópi af góðu fólki og hér er af nógu að taka,“ sagði Guðmundur Ingi, þegar fréttastofa náði af honum tali í morgun. „Það er mikið rusl, það er ekki hægt að segja annað.“ Hann telur þurfa á enn meiri vitundarvakningu að halda í umhverfismálum, plokkið sé aðeins einn liður í því en um mikilvægt átak sé að ræða. „Ég held að við þurfum bara öll að huga mjög vel að því að sorp er fyrst og fremst verðmæti. Við eigum bæði að reyna að draga úr myndun þess, nota hlutina betur. Það sem að verður síðan afgangs, það er að segja sem að er rusl, það þarf að koma því í réttan farveg,“ segir Guðmundur Ingi. Plokkað er á nokkrum skipulögðum svæðum á höfuðborgarsvæðinu í dag en sveitarfélög, félagasamtök og almenningur víða um land hafa skipulagt stór og smá plokkverkefni í dag. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hyggst taka til hendinni í Garðabæ klukkan tvö í dag.Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra lét sitt ekki eftir liggja.Vísir/Friðrik Þór Umhverfismál Tengdar fréttir Stóri plokkdagurinn fer fram á morgun 27. apríl 2019 20:00 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Rusl er verðmæti sem hægt er að nýta betur segir umhverfisráðherra sem ræsti stóra plokkdaginn sem er í dag. Forseti Íslands ætlar einnig að taka til hendinni ásamt plokkurum um land allt í tilefni dagsins. Markmiðið með plokkinu er að hreinsa til í umhverfinu, tína rusl og koma því í endurvinnslu. Á höfuðborgarsvæðinu verður sjónum beint að Reykjanesbraut, Vesturlandsvegi og Suðurlandsvegi en skipulagt plokk fer fram víða um land í dag. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra setti stóra plokkdaginn 2019 formlega klukkan tíu í morgun. „Ég er staddur hérna við Vesturlandsveginn ásamt hópi af góðu fólki og hér er af nógu að taka,“ sagði Guðmundur Ingi, þegar fréttastofa náði af honum tali í morgun. „Það er mikið rusl, það er ekki hægt að segja annað.“ Hann telur þurfa á enn meiri vitundarvakningu að halda í umhverfismálum, plokkið sé aðeins einn liður í því en um mikilvægt átak sé að ræða. „Ég held að við þurfum bara öll að huga mjög vel að því að sorp er fyrst og fremst verðmæti. Við eigum bæði að reyna að draga úr myndun þess, nota hlutina betur. Það sem að verður síðan afgangs, það er að segja sem að er rusl, það þarf að koma því í réttan farveg,“ segir Guðmundur Ingi. Plokkað er á nokkrum skipulögðum svæðum á höfuðborgarsvæðinu í dag en sveitarfélög, félagasamtök og almenningur víða um land hafa skipulagt stór og smá plokkverkefni í dag. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hyggst taka til hendinni í Garðabæ klukkan tvö í dag.Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra lét sitt ekki eftir liggja.Vísir/Friðrik Þór
Umhverfismál Tengdar fréttir Stóri plokkdagurinn fer fram á morgun 27. apríl 2019 20:00 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira