Íslenski boltinn

Leiknismenn Gyrtu sig í brók | Afturelding úr fallsæti

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kristján Páll Jónsson og félagar í Leikni eru komnir upp í 5. sæti Inkasso-deildarinnar.
Kristján Páll Jónsson og félagar í Leikni eru komnir upp í 5. sæti Inkasso-deildarinnar. vísir/ernir

Leiknir R. gerði góða ferð á Ásvelli og vann 1-2 sigur á Haukum í 8. umferð Inkasso-deildar karla í kvöld. Í hinum leik kvöldsins vann Afturelding 0-2 útisigur á Njarðvík.

Með sigrinum á Ásvöllum komust Leiknismenn upp í 5. sæti deildarinnar. Haukar eru í því ellefta.

Heimamenn byrjuðu betur og komust yfir á 7. mínútu með marki Seans De Silva. Á 34. mínútu jafnaði Sævar Atli Magnússon metin þegar hann nýtti sér slæm mistök í vörn Hauka.

Gyrðir Hrafn Guðbrandsson skoraði svo sigurmark Leiknis á 78. mínútu. Þremur mínútum síðar fékk De Silva sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Afturelding lyfti sér upp úr fallsæti og í 9. sæti deildarinnar með sigrinum í Njarðvík. Þetta var annar sigur Mosfellinga í síðustu þremur leikjum. Njarðvíkingar eru hins búnir að tapa fjórum leikjum í röð og eru í 10. sætinu.

Ásgeir Örn Arnþórsson kom Aftureldingu yfir á 79. mínútu og í uppbótartíma gulltryggði Alexander Aron Davorsson sigurinn þegar hann skoraði eftir undirbúning Jasons Daða Svanþórssonar.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.