Íslenski boltinn

Óli Jó: Erum í fallbaráttu og verðum að virða það

Guðlaugur Valgeirsson skrifar
Þjálfarateymi Vals.
Þjálfarateymi Vals. vísir/bára

Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals var myrkur í máli og svekktur eftir tap sinna manna gegn KR í kvöld. Hann átti erfitt með að útskýra hvað hefði úrskeiðis í kvöld.

„Erfitt að segja fljótt eftir leik en við vorum í basli með að halda boltanum, sérstaklega eftir að við komumst í 2-0 og þá þorðum við ekki að spila þann bolta sem við erum vanir að spila og duttum alltof langt til baka.”

Valsmenn voru í góðum málum eftir 50 mínútur í leiknum og voru líklegir að taka öll þrjú stigin, Óli sagði að það væri mjög svekkjandi að hafa misst þetta niður og tapað leiknum.

„Mér finnst við vera með ágætis tök á leiknum og ekki í neinum teljandi vandræðum þannig. Þeir voru meira með boltann sem var uppleggið fyrir leik en við verðum að fara halda boltanum en við þorðum því ekki í kvöld.”

Óli sagði ekki flókin ástæða fyrir því af hverju Sigurður Egill Lárusson var tekinn útaf eftir aðeins 55 mínútur en hann var meiddur.

Hann sagði að lokum að liðið er ennþá í fallbaráttu og það verður bara að átta sig á því og haga sér samkvæmt því.

„Við þurfum að fara tengja sigra, við erum í fallbaráttu og við verðum að virða það og haga okkur samkvæmt því,” sagði Óli að lokum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.