Jóhannes Karl: Allt saman virkilega svekkjandi Gabríel Sighvatsson skrifar 22. júní 2019 20:09 Jóhannes Karl var ekki sáttur með frammistöðu sinna manna gegn HK. vísir/daníel þór „Virkilega svekkjandi að hafa tapað þessu eins og við gerðum. Við gerðum þetta alltof auðvelt fyrir Hk-ingana. Ætla ekkert að taka af þeim, þeir komu grimmir inn í þennan leik en frammistaðan, úrslitin, allt saman virkilega svekkjandi,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir tapið fyrir HK í kvöld. „Við bjuggumst við að HK-ingar myndu koma grimmir til leiks, þeir eru sterkir og öflugir. Við ætluðum að vera klárir og mæta því, við vissum að við yrðum að geta það til að ná úrslitum. Því miður náum við ekki að svara því, þegar HK-ingar skora fyrsta markið þá var alltof auðvelt fyrir þá að komast í færið og við náðum ekki að „díla“ við aðdragandann.“ ÍA sýndi ekki mikla takta í leiknum, þeir náðu ekki að brjóta HK-ingar niður og frammistaðan var síðan kórónuð þegar Þórður Þorsteinn Þórðarson fékk rautt spjald undir lok leiks. „Fótbolti er þannig að stundum falla hlutirnir ekki með þér en þú þarft að sýna aga og því miður endaði Þórður með rautt spjald og það er mjög svekkjandi.“ ÍA hefur núna tapað fjórum leikjum í röð og þeir þurfa að finna leiðir til að snúa genginu við. „Það er alltaf leiðinlegt að tapa fótboltaleikjum. Það sem er vandamálið núna er það sem var styrkur okkar í upphafi móts. Þetta er áhyggjuefni hvað við höfum verið að fá mörg mörk á okkur. Við þurfum að stilla okkur af, við þurfum að skilja aftur hvað lagði grunninn að við gátum náð úrslitum á móti góðum liðum,“ sagði Jóhannes Karl. „Við þurfum líka að skilja sem hópur að það sé engin önnur nálgun inn í önnur lið, þó þau séu neðar en við í deildinni þá geta öll lið skorað mörk og unnið leiki. Þessi deild hefur verið þokkalega jöfn, stóru liðin hafa verið að lenda í basli og við erum að glíma við það núna. Ég hef trú á verkefninu og við fáum tækifæri til þess að sýna aftur hversu öflugir við erum en við þurfum að finna aftur stöðugleika í varnarleik fyrir næsta leik, það skiptir öllu máli,“ sagði Jóhannes Karl að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍA 0-2 HK | Ófarir Skagamanna halda áfram HK-ingar fara heim með 3 stig eftir afar bragðdaufan leik á meðan ÍA tapar sínum fjórða leik í röð. 22. júní 2019 19:30 Sjáðu mörkin úr sigrum Kópavogsliðanna Tíunda umferð Pepsi Max-deildar karla hófst í dag með tveimur leikjum. 22. júní 2019 19:56 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
„Virkilega svekkjandi að hafa tapað þessu eins og við gerðum. Við gerðum þetta alltof auðvelt fyrir Hk-ingana. Ætla ekkert að taka af þeim, þeir komu grimmir inn í þennan leik en frammistaðan, úrslitin, allt saman virkilega svekkjandi,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir tapið fyrir HK í kvöld. „Við bjuggumst við að HK-ingar myndu koma grimmir til leiks, þeir eru sterkir og öflugir. Við ætluðum að vera klárir og mæta því, við vissum að við yrðum að geta það til að ná úrslitum. Því miður náum við ekki að svara því, þegar HK-ingar skora fyrsta markið þá var alltof auðvelt fyrir þá að komast í færið og við náðum ekki að „díla“ við aðdragandann.“ ÍA sýndi ekki mikla takta í leiknum, þeir náðu ekki að brjóta HK-ingar niður og frammistaðan var síðan kórónuð þegar Þórður Þorsteinn Þórðarson fékk rautt spjald undir lok leiks. „Fótbolti er þannig að stundum falla hlutirnir ekki með þér en þú þarft að sýna aga og því miður endaði Þórður með rautt spjald og það er mjög svekkjandi.“ ÍA hefur núna tapað fjórum leikjum í röð og þeir þurfa að finna leiðir til að snúa genginu við. „Það er alltaf leiðinlegt að tapa fótboltaleikjum. Það sem er vandamálið núna er það sem var styrkur okkar í upphafi móts. Þetta er áhyggjuefni hvað við höfum verið að fá mörg mörk á okkur. Við þurfum að stilla okkur af, við þurfum að skilja aftur hvað lagði grunninn að við gátum náð úrslitum á móti góðum liðum,“ sagði Jóhannes Karl. „Við þurfum líka að skilja sem hópur að það sé engin önnur nálgun inn í önnur lið, þó þau séu neðar en við í deildinni þá geta öll lið skorað mörk og unnið leiki. Þessi deild hefur verið þokkalega jöfn, stóru liðin hafa verið að lenda í basli og við erum að glíma við það núna. Ég hef trú á verkefninu og við fáum tækifæri til þess að sýna aftur hversu öflugir við erum en við þurfum að finna aftur stöðugleika í varnarleik fyrir næsta leik, það skiptir öllu máli,“ sagði Jóhannes Karl að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍA 0-2 HK | Ófarir Skagamanna halda áfram HK-ingar fara heim með 3 stig eftir afar bragðdaufan leik á meðan ÍA tapar sínum fjórða leik í röð. 22. júní 2019 19:30 Sjáðu mörkin úr sigrum Kópavogsliðanna Tíunda umferð Pepsi Max-deildar karla hófst í dag með tveimur leikjum. 22. júní 2019 19:56 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍA 0-2 HK | Ófarir Skagamanna halda áfram HK-ingar fara heim með 3 stig eftir afar bragðdaufan leik á meðan ÍA tapar sínum fjórða leik í röð. 22. júní 2019 19:30
Sjáðu mörkin úr sigrum Kópavogsliðanna Tíunda umferð Pepsi Max-deildar karla hófst í dag með tveimur leikjum. 22. júní 2019 19:56