Erlent

Grisham skipuð fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins

Andri Eysteinsson skrifar
Stephanie Grisham, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins.
Stephanie Grisham, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins. Getty/Bloomberg
Stephanie Grisham hefur verið skipuð nýr fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins og tekur hún við starfinu af Söruh Huckabee Sanders sem sagði af sér í mars síðastliðinn.

Grisham hefur lengi starfað innan Repúblikanaflokksins og vann meðal annars að forsetaframboði Mitt Romney árið 2012 og framboð Trump árið 2016. Þá hefur hún starfað sem samskiptastjóri forsetafrúar Bandaríkjanna, Melaniu Trump en Melania greindi frá vistaskiptum Grisham í dag.

Ljóst er að mikið mun mæða á Grisham líkt og þeim fjölmiðlafulltrúum sem á undan henni hafa komið. Grisham er þriðji fjölmiðlafulltrúi Trump-stjórnarinnar en auk fyrirrennara hennar Söru H. Sanders hefur Sean Spicer gegnt hlutverkinu.


Tengdar fréttir

Blaðafulltrúi Hvíta hússins laug um Comey

Sarah Huckabee Sanders viðurkenndi að fullyrðingar hennar um að fyrrverandi forstjóri FBI hafi misst traust starfsmanna sinna hafi verið úr lausu lofti gripnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×