Blaðafulltrúi Hvíta hússins laug um Comey Kjartan Kjartansson skrifar 18. apríl 2019 22:15 Sanders hefur verið ötull málsvari Trump forseta. Vísir/EPA Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, viðurkenndi fyrir saksóknurum Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, að hún hefði farið með staðlausa stafi um fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI á blaðamannafundi fyrir tveimur árum. Í skýrslu Mueller sem birt var opinberlega í dag er meðal annars fjallað um þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti rak James Comey, þáverandi forstjóra FBI, í maí árið 2017. Stofnunin hafði þá stýrt rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og mögulegu samráði framboðs Trump við þá. Brottreksturinn varð til þess að Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi yfir rannsókninni. Mueller komst að þeirri niðurstöðu að Trump hafi líklegast rekið Comey vegna þess að forstjórinn var ekki tilbúinn að lýsa því yfir opinberlega að forsetinn væri ekki persónulega til rannsóknar. Forsetinn og bandamenn hans hafi engu að síður gefið fjölda ólíkra ástæðna fyrir brottrekstri Comey. Eftir að Comey var rekinn hélt Sanders því fram á blaðmannafundi í Hvíta húsinu að „ótalmargir fulltrúar FBI“ hefðu sagt Hvíta húsinu að þeir hefðu misst traust á forstjóranum. Sagðist hún jafnframt hafa persónulega rætt við marga sem væru þeirrar skoðunar.Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá ein ummæla Sanders um Comey og FBI.Mueller's report said Sarah Huckabee Sanders told investigators she made comments to reporters that were "not founded on anything." Here's that moment pic.twitter.com/cqrnTqKDLa— POLITICO (@politico) April 18, 2019 Í skýrslutökum hjá saksóknurum Mueller sagði Sanders að hún hefði mismælt sig á blaðmannafundinum. Þegar hún hafi sagt í öðru viðtali að almennir fulltrúar FBI hefðu misst traust á Comey hafi það verið í „hita leiksins“ og að það hefði „ekki byggst á neinu“. Bandaríska blaðið Politico segir að Sanders hafi ekki svarað fyrirspurn þess vegna málsins áður en frétt þess birtist. Mueller rakti ýmis atvik sem hægt væri að túlka sem tilraunir Trump forseta til að hindra framgang réttvísinnar í skýrslu sinni. Hann tók ekki afstöðu til þess hvort að ákæra ætti forsetann vegna þess en tók sérstaklega fram að hann gæti ekki hreinsað hann af þeirri sök. Vísaði Mueller meðal annars til lögfræðilegra álitaefna um hvort hægt sé að ákæra sitjandi forseta og um valdheimildir forsetans sem honum eru veittar í stjórnarskrá. William Barr, dómsmálaráðherra, tók ákvörðun um að ekki væri ástæða til að ákæra Trump fyrir að hindra framgang rannsóknarinnar. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43 Barr sagður hafa farið mjúkum höndum um Trump Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, kynnti í dag skýrslu Robert Mueller, sem sneri að mögulegum afskiptum Rússa af forsetakosningum 2016. Fjölmiðlar ytra hafa gagnrýnt Barr fyrir framgöngu sína á blaðamannafundinum og sagt dómsmálaráðherrann hafa farið mjúkum höndum um forsetann. 18. apríl 2019 14:36 Mest lesið Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, viðurkenndi fyrir saksóknurum Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, að hún hefði farið með staðlausa stafi um fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI á blaðamannafundi fyrir tveimur árum. Í skýrslu Mueller sem birt var opinberlega í dag er meðal annars fjallað um þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti rak James Comey, þáverandi forstjóra FBI, í maí árið 2017. Stofnunin hafði þá stýrt rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og mögulegu samráði framboðs Trump við þá. Brottreksturinn varð til þess að Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi yfir rannsókninni. Mueller komst að þeirri niðurstöðu að Trump hafi líklegast rekið Comey vegna þess að forstjórinn var ekki tilbúinn að lýsa því yfir opinberlega að forsetinn væri ekki persónulega til rannsóknar. Forsetinn og bandamenn hans hafi engu að síður gefið fjölda ólíkra ástæðna fyrir brottrekstri Comey. Eftir að Comey var rekinn hélt Sanders því fram á blaðmannafundi í Hvíta húsinu að „ótalmargir fulltrúar FBI“ hefðu sagt Hvíta húsinu að þeir hefðu misst traust á forstjóranum. Sagðist hún jafnframt hafa persónulega rætt við marga sem væru þeirrar skoðunar.Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá ein ummæla Sanders um Comey og FBI.Mueller's report said Sarah Huckabee Sanders told investigators she made comments to reporters that were "not founded on anything." Here's that moment pic.twitter.com/cqrnTqKDLa— POLITICO (@politico) April 18, 2019 Í skýrslutökum hjá saksóknurum Mueller sagði Sanders að hún hefði mismælt sig á blaðmannafundinum. Þegar hún hafi sagt í öðru viðtali að almennir fulltrúar FBI hefðu misst traust á Comey hafi það verið í „hita leiksins“ og að það hefði „ekki byggst á neinu“. Bandaríska blaðið Politico segir að Sanders hafi ekki svarað fyrirspurn þess vegna málsins áður en frétt þess birtist. Mueller rakti ýmis atvik sem hægt væri að túlka sem tilraunir Trump forseta til að hindra framgang réttvísinnar í skýrslu sinni. Hann tók ekki afstöðu til þess hvort að ákæra ætti forsetann vegna þess en tók sérstaklega fram að hann gæti ekki hreinsað hann af þeirri sök. Vísaði Mueller meðal annars til lögfræðilegra álitaefna um hvort hægt sé að ákæra sitjandi forseta og um valdheimildir forsetans sem honum eru veittar í stjórnarskrá. William Barr, dómsmálaráðherra, tók ákvörðun um að ekki væri ástæða til að ákæra Trump fyrir að hindra framgang rannsóknarinnar.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43 Barr sagður hafa farið mjúkum höndum um Trump Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, kynnti í dag skýrslu Robert Mueller, sem sneri að mögulegum afskiptum Rússa af forsetakosningum 2016. Fjölmiðlar ytra hafa gagnrýnt Barr fyrir framgöngu sína á blaðamannafundinum og sagt dómsmálaráðherrann hafa farið mjúkum höndum um forsetann. 18. apríl 2019 14:36 Mest lesið Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11
Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43
Barr sagður hafa farið mjúkum höndum um Trump Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, kynnti í dag skýrslu Robert Mueller, sem sneri að mögulegum afskiptum Rússa af forsetakosningum 2016. Fjölmiðlar ytra hafa gagnrýnt Barr fyrir framgöngu sína á blaðamannafundinum og sagt dómsmálaráðherrann hafa farið mjúkum höndum um forsetann. 18. apríl 2019 14:36