Blaðafulltrúi Hvíta hússins laug um Comey Kjartan Kjartansson skrifar 18. apríl 2019 22:15 Sanders hefur verið ötull málsvari Trump forseta. Vísir/EPA Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, viðurkenndi fyrir saksóknurum Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, að hún hefði farið með staðlausa stafi um fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI á blaðamannafundi fyrir tveimur árum. Í skýrslu Mueller sem birt var opinberlega í dag er meðal annars fjallað um þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti rak James Comey, þáverandi forstjóra FBI, í maí árið 2017. Stofnunin hafði þá stýrt rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og mögulegu samráði framboðs Trump við þá. Brottreksturinn varð til þess að Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi yfir rannsókninni. Mueller komst að þeirri niðurstöðu að Trump hafi líklegast rekið Comey vegna þess að forstjórinn var ekki tilbúinn að lýsa því yfir opinberlega að forsetinn væri ekki persónulega til rannsóknar. Forsetinn og bandamenn hans hafi engu að síður gefið fjölda ólíkra ástæðna fyrir brottrekstri Comey. Eftir að Comey var rekinn hélt Sanders því fram á blaðmannafundi í Hvíta húsinu að „ótalmargir fulltrúar FBI“ hefðu sagt Hvíta húsinu að þeir hefðu misst traust á forstjóranum. Sagðist hún jafnframt hafa persónulega rætt við marga sem væru þeirrar skoðunar.Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá ein ummæla Sanders um Comey og FBI.Mueller's report said Sarah Huckabee Sanders told investigators she made comments to reporters that were "not founded on anything." Here's that moment pic.twitter.com/cqrnTqKDLa— POLITICO (@politico) April 18, 2019 Í skýrslutökum hjá saksóknurum Mueller sagði Sanders að hún hefði mismælt sig á blaðmannafundinum. Þegar hún hafi sagt í öðru viðtali að almennir fulltrúar FBI hefðu misst traust á Comey hafi það verið í „hita leiksins“ og að það hefði „ekki byggst á neinu“. Bandaríska blaðið Politico segir að Sanders hafi ekki svarað fyrirspurn þess vegna málsins áður en frétt þess birtist. Mueller rakti ýmis atvik sem hægt væri að túlka sem tilraunir Trump forseta til að hindra framgang réttvísinnar í skýrslu sinni. Hann tók ekki afstöðu til þess hvort að ákæra ætti forsetann vegna þess en tók sérstaklega fram að hann gæti ekki hreinsað hann af þeirri sök. Vísaði Mueller meðal annars til lögfræðilegra álitaefna um hvort hægt sé að ákæra sitjandi forseta og um valdheimildir forsetans sem honum eru veittar í stjórnarskrá. William Barr, dómsmálaráðherra, tók ákvörðun um að ekki væri ástæða til að ákæra Trump fyrir að hindra framgang rannsóknarinnar. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43 Barr sagður hafa farið mjúkum höndum um Trump Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, kynnti í dag skýrslu Robert Mueller, sem sneri að mögulegum afskiptum Rússa af forsetakosningum 2016. Fjölmiðlar ytra hafa gagnrýnt Barr fyrir framgöngu sína á blaðamannafundinum og sagt dómsmálaráðherrann hafa farið mjúkum höndum um forsetann. 18. apríl 2019 14:36 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Sjá meira
Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, viðurkenndi fyrir saksóknurum Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, að hún hefði farið með staðlausa stafi um fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI á blaðamannafundi fyrir tveimur árum. Í skýrslu Mueller sem birt var opinberlega í dag er meðal annars fjallað um þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti rak James Comey, þáverandi forstjóra FBI, í maí árið 2017. Stofnunin hafði þá stýrt rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og mögulegu samráði framboðs Trump við þá. Brottreksturinn varð til þess að Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi yfir rannsókninni. Mueller komst að þeirri niðurstöðu að Trump hafi líklegast rekið Comey vegna þess að forstjórinn var ekki tilbúinn að lýsa því yfir opinberlega að forsetinn væri ekki persónulega til rannsóknar. Forsetinn og bandamenn hans hafi engu að síður gefið fjölda ólíkra ástæðna fyrir brottrekstri Comey. Eftir að Comey var rekinn hélt Sanders því fram á blaðmannafundi í Hvíta húsinu að „ótalmargir fulltrúar FBI“ hefðu sagt Hvíta húsinu að þeir hefðu misst traust á forstjóranum. Sagðist hún jafnframt hafa persónulega rætt við marga sem væru þeirrar skoðunar.Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá ein ummæla Sanders um Comey og FBI.Mueller's report said Sarah Huckabee Sanders told investigators she made comments to reporters that were "not founded on anything." Here's that moment pic.twitter.com/cqrnTqKDLa— POLITICO (@politico) April 18, 2019 Í skýrslutökum hjá saksóknurum Mueller sagði Sanders að hún hefði mismælt sig á blaðmannafundinum. Þegar hún hafi sagt í öðru viðtali að almennir fulltrúar FBI hefðu misst traust á Comey hafi það verið í „hita leiksins“ og að það hefði „ekki byggst á neinu“. Bandaríska blaðið Politico segir að Sanders hafi ekki svarað fyrirspurn þess vegna málsins áður en frétt þess birtist. Mueller rakti ýmis atvik sem hægt væri að túlka sem tilraunir Trump forseta til að hindra framgang réttvísinnar í skýrslu sinni. Hann tók ekki afstöðu til þess hvort að ákæra ætti forsetann vegna þess en tók sérstaklega fram að hann gæti ekki hreinsað hann af þeirri sök. Vísaði Mueller meðal annars til lögfræðilegra álitaefna um hvort hægt sé að ákæra sitjandi forseta og um valdheimildir forsetans sem honum eru veittar í stjórnarskrá. William Barr, dómsmálaráðherra, tók ákvörðun um að ekki væri ástæða til að ákæra Trump fyrir að hindra framgang rannsóknarinnar.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43 Barr sagður hafa farið mjúkum höndum um Trump Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, kynnti í dag skýrslu Robert Mueller, sem sneri að mögulegum afskiptum Rússa af forsetakosningum 2016. Fjölmiðlar ytra hafa gagnrýnt Barr fyrir framgöngu sína á blaðamannafundinum og sagt dómsmálaráðherrann hafa farið mjúkum höndum um forsetann. 18. apríl 2019 14:36 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Sjá meira
Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11
Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43
Barr sagður hafa farið mjúkum höndum um Trump Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, kynnti í dag skýrslu Robert Mueller, sem sneri að mögulegum afskiptum Rússa af forsetakosningum 2016. Fjölmiðlar ytra hafa gagnrýnt Barr fyrir framgöngu sína á blaðamannafundinum og sagt dómsmálaráðherrann hafa farið mjúkum höndum um forsetann. 18. apríl 2019 14:36