Blaðafulltrúi Hvíta hússins laug um Comey Kjartan Kjartansson skrifar 18. apríl 2019 22:15 Sanders hefur verið ötull málsvari Trump forseta. Vísir/EPA Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, viðurkenndi fyrir saksóknurum Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, að hún hefði farið með staðlausa stafi um fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI á blaðamannafundi fyrir tveimur árum. Í skýrslu Mueller sem birt var opinberlega í dag er meðal annars fjallað um þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti rak James Comey, þáverandi forstjóra FBI, í maí árið 2017. Stofnunin hafði þá stýrt rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og mögulegu samráði framboðs Trump við þá. Brottreksturinn varð til þess að Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi yfir rannsókninni. Mueller komst að þeirri niðurstöðu að Trump hafi líklegast rekið Comey vegna þess að forstjórinn var ekki tilbúinn að lýsa því yfir opinberlega að forsetinn væri ekki persónulega til rannsóknar. Forsetinn og bandamenn hans hafi engu að síður gefið fjölda ólíkra ástæðna fyrir brottrekstri Comey. Eftir að Comey var rekinn hélt Sanders því fram á blaðmannafundi í Hvíta húsinu að „ótalmargir fulltrúar FBI“ hefðu sagt Hvíta húsinu að þeir hefðu misst traust á forstjóranum. Sagðist hún jafnframt hafa persónulega rætt við marga sem væru þeirrar skoðunar.Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá ein ummæla Sanders um Comey og FBI.Mueller's report said Sarah Huckabee Sanders told investigators she made comments to reporters that were "not founded on anything." Here's that moment pic.twitter.com/cqrnTqKDLa— POLITICO (@politico) April 18, 2019 Í skýrslutökum hjá saksóknurum Mueller sagði Sanders að hún hefði mismælt sig á blaðmannafundinum. Þegar hún hafi sagt í öðru viðtali að almennir fulltrúar FBI hefðu misst traust á Comey hafi það verið í „hita leiksins“ og að það hefði „ekki byggst á neinu“. Bandaríska blaðið Politico segir að Sanders hafi ekki svarað fyrirspurn þess vegna málsins áður en frétt þess birtist. Mueller rakti ýmis atvik sem hægt væri að túlka sem tilraunir Trump forseta til að hindra framgang réttvísinnar í skýrslu sinni. Hann tók ekki afstöðu til þess hvort að ákæra ætti forsetann vegna þess en tók sérstaklega fram að hann gæti ekki hreinsað hann af þeirri sök. Vísaði Mueller meðal annars til lögfræðilegra álitaefna um hvort hægt sé að ákæra sitjandi forseta og um valdheimildir forsetans sem honum eru veittar í stjórnarskrá. William Barr, dómsmálaráðherra, tók ákvörðun um að ekki væri ástæða til að ákæra Trump fyrir að hindra framgang rannsóknarinnar. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43 Barr sagður hafa farið mjúkum höndum um Trump Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, kynnti í dag skýrslu Robert Mueller, sem sneri að mögulegum afskiptum Rússa af forsetakosningum 2016. Fjölmiðlar ytra hafa gagnrýnt Barr fyrir framgöngu sína á blaðamannafundinum og sagt dómsmálaráðherrann hafa farið mjúkum höndum um forsetann. 18. apríl 2019 14:36 Mest lesið Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Sjá meira
Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, viðurkenndi fyrir saksóknurum Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, að hún hefði farið með staðlausa stafi um fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI á blaðamannafundi fyrir tveimur árum. Í skýrslu Mueller sem birt var opinberlega í dag er meðal annars fjallað um þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti rak James Comey, þáverandi forstjóra FBI, í maí árið 2017. Stofnunin hafði þá stýrt rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og mögulegu samráði framboðs Trump við þá. Brottreksturinn varð til þess að Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi yfir rannsókninni. Mueller komst að þeirri niðurstöðu að Trump hafi líklegast rekið Comey vegna þess að forstjórinn var ekki tilbúinn að lýsa því yfir opinberlega að forsetinn væri ekki persónulega til rannsóknar. Forsetinn og bandamenn hans hafi engu að síður gefið fjölda ólíkra ástæðna fyrir brottrekstri Comey. Eftir að Comey var rekinn hélt Sanders því fram á blaðmannafundi í Hvíta húsinu að „ótalmargir fulltrúar FBI“ hefðu sagt Hvíta húsinu að þeir hefðu misst traust á forstjóranum. Sagðist hún jafnframt hafa persónulega rætt við marga sem væru þeirrar skoðunar.Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá ein ummæla Sanders um Comey og FBI.Mueller's report said Sarah Huckabee Sanders told investigators she made comments to reporters that were "not founded on anything." Here's that moment pic.twitter.com/cqrnTqKDLa— POLITICO (@politico) April 18, 2019 Í skýrslutökum hjá saksóknurum Mueller sagði Sanders að hún hefði mismælt sig á blaðmannafundinum. Þegar hún hafi sagt í öðru viðtali að almennir fulltrúar FBI hefðu misst traust á Comey hafi það verið í „hita leiksins“ og að það hefði „ekki byggst á neinu“. Bandaríska blaðið Politico segir að Sanders hafi ekki svarað fyrirspurn þess vegna málsins áður en frétt þess birtist. Mueller rakti ýmis atvik sem hægt væri að túlka sem tilraunir Trump forseta til að hindra framgang réttvísinnar í skýrslu sinni. Hann tók ekki afstöðu til þess hvort að ákæra ætti forsetann vegna þess en tók sérstaklega fram að hann gæti ekki hreinsað hann af þeirri sök. Vísaði Mueller meðal annars til lögfræðilegra álitaefna um hvort hægt sé að ákæra sitjandi forseta og um valdheimildir forsetans sem honum eru veittar í stjórnarskrá. William Barr, dómsmálaráðherra, tók ákvörðun um að ekki væri ástæða til að ákæra Trump fyrir að hindra framgang rannsóknarinnar.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43 Barr sagður hafa farið mjúkum höndum um Trump Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, kynnti í dag skýrslu Robert Mueller, sem sneri að mögulegum afskiptum Rússa af forsetakosningum 2016. Fjölmiðlar ytra hafa gagnrýnt Barr fyrir framgöngu sína á blaðamannafundinum og sagt dómsmálaráðherrann hafa farið mjúkum höndum um forsetann. 18. apríl 2019 14:36 Mest lesið Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Sjá meira
Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11
Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43
Barr sagður hafa farið mjúkum höndum um Trump Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, kynnti í dag skýrslu Robert Mueller, sem sneri að mögulegum afskiptum Rússa af forsetakosningum 2016. Fjölmiðlar ytra hafa gagnrýnt Barr fyrir framgöngu sína á blaðamannafundinum og sagt dómsmálaráðherrann hafa farið mjúkum höndum um forsetann. 18. apríl 2019 14:36