Enski boltinn

Tottenham að kaupa franskan landsliðsmann á 65 milljónir punda

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tanguy Ndombele í leik með franska landsliðinu
Tanguy Ndombele í leik með franska landsliðinu vísir/getty

Tottenham hefur samþykkt að borga metfé innan félagsins fyrir miðjumann Lyon, Tanguy Ndombele, en Sky Sports greinir frá þessu í kvöld.

Þessi 22 ára gamli franski landsliðsmaður mun skrifa undir fimm ára samning við félagið en hann gengst undir læknisskoðun síðar í vikunni.

Tanguy Ndombele kom til Lyon frá Amiens síðasta sumar en þá kostaði hann einungis sjö milljónir punda. Nú hefur verðmiðinn hins vegar hækkað um 58 milljónir punda og er hann talinn kosta 65 milljónir punda.

„Tottenham er frábært lið og stórt félag. Þeir enduðu í fjórða sæti í deildinni og fóru í úrslitaleikinn í Meistaradeildinni,“ sagði Frakkinn við Telefoot í síðustu viku.

Hann hefur einnig verið orðaður við lið eins og Manchester United, PSG og Juventus en talið er að Tottenham verði hans næsti áfangastaður.

Það er langt um liðið síðan Tottenham keypti síðast leikmann. Liðið keypti Lucas Moura í janúar 2018 en ekki hefur liðið keypt einn leikmann síðan þá.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.