Ameríski draumurinn sem drukknaði í Río Grande Kjartan Kjartansson skrifar 26. júní 2019 11:45 Faðirinn reyndi að synda með dóttur sína á bakinu til að komast yfir til Bandaríkjanna. Hann virðist hafa örmagnast á leiðinni og drukknað. Vísir/EPA Feðgin frá El Salvador sem drukknuðu í ánni Río Grande á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna um helgina voru í leit að betra lífi að sögn ættingja þeirra. Mynd af feðginunum drukknuðum í ánni hefur vakið mikla athygli og slegið marga óhug yfir aðstæðum fólks sem leggur sig í hættu til að nálgast ameríska drauminn svonefnda. Óscar Alberto Martínez Ramírez og dóttir hans Valeria fundust látin í Río Grande, sem Mexíkóar kalla Río Bravo, á mánudag. Valeria var 23 mánaða gömul og faðir hennar 25 ára. Þau höfðu ætlað að komast til Bandaríkjanna. Mynd sem blaðaljósmyndarinn Julia Le Duc tók sýnir föður og dóttur fljótandi með andlitið ofan í gruggugri ánni umkringd rusli, stúlkan með höfuðið innan undir bol föður síns.New York Times segir að Tania Vanessa Ávalos, móðir Valeriu, hafi sagt mexíkóskum yfirvöldum að fjölskyldan hafi komið til mexíkósku landamæraborgarinnar Matamoros um helgina. Þau ætluðu sér að sækja um hæli í Bandaríkjunum. Brúin til að komast yfir til Bandaríkjanna var aftur á móti lokuð þar til á mánudaginn. Því greip fjölskyldan til þess ráðs að reyna að komast yfir ána sem virtist þeim ekki of straumhörð. Ávalos segir að maður hennar hafi synt af stað með Valeriu á bakinu undir bolnum hans. Sjálf komst Ávalos yfir á baki fjölskylduvinar sem synti yfir. Martínez örmagnaðist á sundinu og sá Ávalos hann og dóttur þeirra hverfa í hylinn og berast burt með straumnum. Mexíkósk yfirvöld fundu lík þeirra nokkur hundruð metrum neðar í ánni á mánudag. AP-fréttastofan lýsir aðstæðum á aðeins annan hátt. Ramírez hafi komist yfir ána með dóttur sína en snúið við til að hjálpa eiginkonu sinni. Valeria hafi stokkið á eftir föður sínum út í ána, hann hafi komist til hennar en þeim hafi bæði borist burt með ánni. Ættingjar fjölskyldunnar heima í El Salvador sögðu staðardagblaði þar að parið hafi verið í leit að betra lífi í norðri. Þau sögðu upp láglaunastörfum sínum og yfirgáfu heimalandið í apríl. „Þau eltu ameríska drauminn,“ hefur það eftir Wendy Joanna Martínez de Romero. „Ég grátbað þau um að fara ekki en hann vildi nurla saman nógu miklu fé til að byggja þeim heimili,“ sagði Rosa Ramírez, móðir mannsins, við AP-fréttastofuna.Mexíkósk yfirvöld reyna nú að stemma stigu við innflytjendastraumi í gegnum landið til Bandaríkjanna undir miklum þrýstingi frá Trump-stjórninni.Vísir/EPAFleiri látist undanfarið Feðginin eru tæplega þau fyrstu sem hafa mætt örlögum sínum við landamærin. Undanfarna áratugi hefur fjöldi fólks frá Rómönsku Ameríku drukknað í ánni eða örmagnast í eyðimörkinni við það að reyna að komast yfir til Bandaríkjanna. Bandaríska landamæraeftirlitið segir að í það minnsta 283 hafi látist á landamærunum í fyrra. Mannréttindasamtök telja þá tölu enn hærri. Þrjú börn og fullorðinn karlmaður frá Hondúras drukknuðu í Río Grande þegar fleka þeirra hvolfdi þar í apríl. Á sunnudag fundust kona, barn og tvö ungbörn látin í Río Grande-dalnum. Þau virðast hafa orðið hita og vökvaskorti að bráð. Ungt barn frá Indlandi fannst látið í Arizona fyrr í þessum mánuði. Mannréttindasamtök og öryggissérfræðingar hafa varað við því að harðlínustefna bandarískra stjórnvalda í tíð Donalds Trump forseta hafi leitt til þess að fleiri innflytjendur reyni hættulegar leiðir til að komast yfir landamærin. Trump-stjórnin hefur reynt að takmarka verulega hversu margir geta sótt um hæli á landamærunum og sett mikinn þrýsting á mexíkósk yfirvöld að reyna að stemma stigu við innflytjendastraumnum sem kemur frá Mið-Ameríku. Þá hafa bandarísk yfirvöld tekið harðar á því fólki sem kemst yfir landamærin. Um tíma skildi Trump-stjórnin fólkið frá börnum sínum. Enn hafa þau ekki öll komist aftur í hendur foreldra sinna. Þá hefur undanfarið verið sagt bágbornum aðstæðum barna sem eru í haldi bandaríska landamæraeftirlitsins. Lögfræðingar sem fengu að heimsækja landamærastöð þar sem hundruðum barna var haldið í síðustu viku sögðu að börnin fengju ekki viðunandi mat, vatn eða hreinlæti. Bandarísk yfirvöld segja að fimm börn hafi látist í haldi þeirra frá því seint á síðasta ári.Sjá einnig:Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöð Þrátt fyrir það reyna þúsundir íbúa Rómönsku Ameríku enn að komast til fyrirheitna landsins í norðri. Margir þeirra flýja ofbeldi glæpagengja í heimalöndum sínum, aðrir sækjast eftir því að brjótast út úr örbirgðinni sem þeir eru fastir í. Stjórnvöld í El Salvador hvöttu þegna sína til að halda sig heima fyrir eftir að myndin af Valeriu og föður hennar birtist, að sögn CNN-fréttastöðvarinnar. Þau ætla að greiða fyrir að flytja lík þeirra heim. „Land okkar syrgir, aftur. Ég grátbið ykkur, allar fjölskyldurnar, foreldrana, ekki taka áhættuna. Lífið er miklu meira virði,“ sagði Alexandra Hill, utanríkisráðherra El Salvador.Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Donald Trump El Salvador Mexíkó Tengdar fréttir Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöð Lögfræðingar sem fengu að ræða við börnin í síðustu viku hafa lýst því að þau hafi ekki haft viðunandi aðgang að matvælum, vatni og hreinlæti. 25. júní 2019 14:30 Trump frestar brottvísunum og gefur tveggja vikna frest til að leysa vandann Bandaríkjaforseti Donald Trump hefur ákveðið að fresta brottrekstrarátaki sem hann hugðist koma af stað með það að markmiði að fækka ólöglegum innflytjendum innan landamæra Bandaríkjanna. 22. júní 2019 23:50 Forstjóri tolla- og landamæraeftirlits Bandaríkjanna segir af sér eftir gagnrýni vegna aðbúnaðar flóttabarna John Sanders, starfandi forstjóri tolla og landamæraeftirlits Bandaríkjanna hefur ákveðið að segja stöðu sinni lausri í kjölfar fréttaflutnings vestra um aðbúnað barna innflytjenda sem eru í haldi stofnunarinnar í Texas. Fréttir höfðu borist af því að sum börnin hafi verið látin dúsa í stöðinni í fleiri vikur og við illan aðbúnað. Aðstæður í innflytjendaskýlum sætir harðri gagnrýni réttindasamtaka og stjórnarandstæðinga. 25. júní 2019 21:50 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Fleiri fréttir Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Sjá meira
Feðgin frá El Salvador sem drukknuðu í ánni Río Grande á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna um helgina voru í leit að betra lífi að sögn ættingja þeirra. Mynd af feðginunum drukknuðum í ánni hefur vakið mikla athygli og slegið marga óhug yfir aðstæðum fólks sem leggur sig í hættu til að nálgast ameríska drauminn svonefnda. Óscar Alberto Martínez Ramírez og dóttir hans Valeria fundust látin í Río Grande, sem Mexíkóar kalla Río Bravo, á mánudag. Valeria var 23 mánaða gömul og faðir hennar 25 ára. Þau höfðu ætlað að komast til Bandaríkjanna. Mynd sem blaðaljósmyndarinn Julia Le Duc tók sýnir föður og dóttur fljótandi með andlitið ofan í gruggugri ánni umkringd rusli, stúlkan með höfuðið innan undir bol föður síns.New York Times segir að Tania Vanessa Ávalos, móðir Valeriu, hafi sagt mexíkóskum yfirvöldum að fjölskyldan hafi komið til mexíkósku landamæraborgarinnar Matamoros um helgina. Þau ætluðu sér að sækja um hæli í Bandaríkjunum. Brúin til að komast yfir til Bandaríkjanna var aftur á móti lokuð þar til á mánudaginn. Því greip fjölskyldan til þess ráðs að reyna að komast yfir ána sem virtist þeim ekki of straumhörð. Ávalos segir að maður hennar hafi synt af stað með Valeriu á bakinu undir bolnum hans. Sjálf komst Ávalos yfir á baki fjölskylduvinar sem synti yfir. Martínez örmagnaðist á sundinu og sá Ávalos hann og dóttur þeirra hverfa í hylinn og berast burt með straumnum. Mexíkósk yfirvöld fundu lík þeirra nokkur hundruð metrum neðar í ánni á mánudag. AP-fréttastofan lýsir aðstæðum á aðeins annan hátt. Ramírez hafi komist yfir ána með dóttur sína en snúið við til að hjálpa eiginkonu sinni. Valeria hafi stokkið á eftir föður sínum út í ána, hann hafi komist til hennar en þeim hafi bæði borist burt með ánni. Ættingjar fjölskyldunnar heima í El Salvador sögðu staðardagblaði þar að parið hafi verið í leit að betra lífi í norðri. Þau sögðu upp láglaunastörfum sínum og yfirgáfu heimalandið í apríl. „Þau eltu ameríska drauminn,“ hefur það eftir Wendy Joanna Martínez de Romero. „Ég grátbað þau um að fara ekki en hann vildi nurla saman nógu miklu fé til að byggja þeim heimili,“ sagði Rosa Ramírez, móðir mannsins, við AP-fréttastofuna.Mexíkósk yfirvöld reyna nú að stemma stigu við innflytjendastraumi í gegnum landið til Bandaríkjanna undir miklum þrýstingi frá Trump-stjórninni.Vísir/EPAFleiri látist undanfarið Feðginin eru tæplega þau fyrstu sem hafa mætt örlögum sínum við landamærin. Undanfarna áratugi hefur fjöldi fólks frá Rómönsku Ameríku drukknað í ánni eða örmagnast í eyðimörkinni við það að reyna að komast yfir til Bandaríkjanna. Bandaríska landamæraeftirlitið segir að í það minnsta 283 hafi látist á landamærunum í fyrra. Mannréttindasamtök telja þá tölu enn hærri. Þrjú börn og fullorðinn karlmaður frá Hondúras drukknuðu í Río Grande þegar fleka þeirra hvolfdi þar í apríl. Á sunnudag fundust kona, barn og tvö ungbörn látin í Río Grande-dalnum. Þau virðast hafa orðið hita og vökvaskorti að bráð. Ungt barn frá Indlandi fannst látið í Arizona fyrr í þessum mánuði. Mannréttindasamtök og öryggissérfræðingar hafa varað við því að harðlínustefna bandarískra stjórnvalda í tíð Donalds Trump forseta hafi leitt til þess að fleiri innflytjendur reyni hættulegar leiðir til að komast yfir landamærin. Trump-stjórnin hefur reynt að takmarka verulega hversu margir geta sótt um hæli á landamærunum og sett mikinn þrýsting á mexíkósk yfirvöld að reyna að stemma stigu við innflytjendastraumnum sem kemur frá Mið-Ameríku. Þá hafa bandarísk yfirvöld tekið harðar á því fólki sem kemst yfir landamærin. Um tíma skildi Trump-stjórnin fólkið frá börnum sínum. Enn hafa þau ekki öll komist aftur í hendur foreldra sinna. Þá hefur undanfarið verið sagt bágbornum aðstæðum barna sem eru í haldi bandaríska landamæraeftirlitsins. Lögfræðingar sem fengu að heimsækja landamærastöð þar sem hundruðum barna var haldið í síðustu viku sögðu að börnin fengju ekki viðunandi mat, vatn eða hreinlæti. Bandarísk yfirvöld segja að fimm börn hafi látist í haldi þeirra frá því seint á síðasta ári.Sjá einnig:Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöð Þrátt fyrir það reyna þúsundir íbúa Rómönsku Ameríku enn að komast til fyrirheitna landsins í norðri. Margir þeirra flýja ofbeldi glæpagengja í heimalöndum sínum, aðrir sækjast eftir því að brjótast út úr örbirgðinni sem þeir eru fastir í. Stjórnvöld í El Salvador hvöttu þegna sína til að halda sig heima fyrir eftir að myndin af Valeriu og föður hennar birtist, að sögn CNN-fréttastöðvarinnar. Þau ætla að greiða fyrir að flytja lík þeirra heim. „Land okkar syrgir, aftur. Ég grátbið ykkur, allar fjölskyldurnar, foreldrana, ekki taka áhættuna. Lífið er miklu meira virði,“ sagði Alexandra Hill, utanríkisráðherra El Salvador.Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Donald Trump El Salvador Mexíkó Tengdar fréttir Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöð Lögfræðingar sem fengu að ræða við börnin í síðustu viku hafa lýst því að þau hafi ekki haft viðunandi aðgang að matvælum, vatni og hreinlæti. 25. júní 2019 14:30 Trump frestar brottvísunum og gefur tveggja vikna frest til að leysa vandann Bandaríkjaforseti Donald Trump hefur ákveðið að fresta brottrekstrarátaki sem hann hugðist koma af stað með það að markmiði að fækka ólöglegum innflytjendum innan landamæra Bandaríkjanna. 22. júní 2019 23:50 Forstjóri tolla- og landamæraeftirlits Bandaríkjanna segir af sér eftir gagnrýni vegna aðbúnaðar flóttabarna John Sanders, starfandi forstjóri tolla og landamæraeftirlits Bandaríkjanna hefur ákveðið að segja stöðu sinni lausri í kjölfar fréttaflutnings vestra um aðbúnað barna innflytjenda sem eru í haldi stofnunarinnar í Texas. Fréttir höfðu borist af því að sum börnin hafi verið látin dúsa í stöðinni í fleiri vikur og við illan aðbúnað. Aðstæður í innflytjendaskýlum sætir harðri gagnrýni réttindasamtaka og stjórnarandstæðinga. 25. júní 2019 21:50 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Fleiri fréttir Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Sjá meira
Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöð Lögfræðingar sem fengu að ræða við börnin í síðustu viku hafa lýst því að þau hafi ekki haft viðunandi aðgang að matvælum, vatni og hreinlæti. 25. júní 2019 14:30
Trump frestar brottvísunum og gefur tveggja vikna frest til að leysa vandann Bandaríkjaforseti Donald Trump hefur ákveðið að fresta brottrekstrarátaki sem hann hugðist koma af stað með það að markmiði að fækka ólöglegum innflytjendum innan landamæra Bandaríkjanna. 22. júní 2019 23:50
Forstjóri tolla- og landamæraeftirlits Bandaríkjanna segir af sér eftir gagnrýni vegna aðbúnaðar flóttabarna John Sanders, starfandi forstjóri tolla og landamæraeftirlits Bandaríkjanna hefur ákveðið að segja stöðu sinni lausri í kjölfar fréttaflutnings vestra um aðbúnað barna innflytjenda sem eru í haldi stofnunarinnar í Texas. Fréttir höfðu borist af því að sum börnin hafi verið látin dúsa í stöðinni í fleiri vikur og við illan aðbúnað. Aðstæður í innflytjendaskýlum sætir harðri gagnrýni réttindasamtaka og stjórnarandstæðinga. 25. júní 2019 21:50