Íslenski boltinn

Sigurmark í uppbótartíma skaut Fram á toppinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik hjá Fram síðasta sumar.
Úr leik hjá Fram síðasta sumar. vísir/sigtryggur

Fram er komið á topp Inkasso-deildarinnar í knattspyrnu eftir að liðið vann 2-1 sigur á Þrótti í Safamýrinni í kvöld.

Það byrjaði vel fyrir Þrótt því á fjórðu mínútu kom uppaldi Þróttarinn, Daði Bergsson, gestunum úr Laugardalnum yfir.

Undir lok fyrri hálfleiks var svo Jóni Sveinssyni, þjálfara Fram, vikið upp í stúku eftir orðaskak við dómara leiksins, Kristinn Friðrik Hrafnsson.

Fram fékk annað rautt spjald á 62. mínútu er Frederico Bello Saraiva fékk beint rautt spjald en jöfnunarmarkið kom tveimur mínútum áður er Helgi Guðjónsson jafnaði.

Sigurmarkið kom svo í uppbótatíma en þar var á ferðinni Már Ægisson. Lokatölur 2-1 sigur Fram.

Með markinu skaut Már Fram á toppinn en þeir eru þar með 18 stig, stigi á undan Þór og Fjölni, sem eiga þó leik til góða.

Þróttur er í áttunda sæti deildarinnar en úrslit eru fengin frá úrslit.net.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.