Enski boltinn

Hamann ákærður fyrir að ráðast á unnustu sína

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Vikugömul mynd af parinu er allt lék í lyndi.
Vikugömul mynd af parinu er allt lék í lyndi. mynd/instagram

Dietmar Hamann, fyrrum miðjumaður Liverpool, var handtekinn í Ástralíu síðasta föstudag og í kjölfarið ákærður fyrir að hafa ráðist á unnustu sína.

Lögreglan var kölluð að íbúð þeirra í Sydney aðfararnótt laugardags eftir að nágrannar höfðu tilkynnt um átök og ofbeldi í íbúðinni.

Hamann var handtekinn, leiddur út í járnum og kærður fyrir ofbeldi í garð unnustunnar. Hún var ekki slösuð eftir átökin en bað um lögregluvernd.

Hamann braut gegn verndinni með því að hafa samband við unnustuna og var í kjölfarið handtekinn í annað sinn. Mál hans var svo tekið fyrir í réttarsal í gær þar sem lögfræðingur hans lýsti því yfir að Hamann lýsti sig saklausan af ásökunum.

Málið verður tekið fyrir þann 12. desember næstkomandi. Hamann vinnur sem fótboltasérfræðingur fyrir RTE á Írlandi en vinnan hans þar er í uppnámi miðað við þessa stöðu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.