Terry: Fullkominn tími fyrir Frank Lampard að fara aftur heim til Chelsea Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júní 2019 10:30 John Terry og Frank Lampard fagna saman með Englandsbikarinn árið 2006 og við hlið þeirra er góðvinur þeirra Eiður Smári Guðjohnsen. Getty/Gareth Cattermole John Terry, fyrrum fyrirliði Chelsea, er himinlifandi með fréttirnar af því að góðvinur hans og fyrrum liðsfélagi, Frank Lampard, sé líklega næsti knattspyrnustjóri Chelsea. Hinn 41 árs gamli Frank Lampard er núverandi knattspyrnustjóri Derby County en forráðamenn Derby hafa gefið honum leyfi til að tala við Chelsea. Chelsea er að leita sér að nýjum knattspyrnustjóra eftir að Maurizio Sarri yfirgaf Stamford Bridge og tók við ítalska félaginu Juventus. „Þetta er fullkominn tími fyrir bæði hann og félagið,“ sagði John Terry í viðtali við Daily Mail. John Terry lék með Chelsea frá 1998 til 2017 en Lampard kom til félagsins árið 2001 og lék með því til 2014. „Lamps er goðsögn og nú er rétti tíminn fyrir hann til að koma heim,“ sagði Terry.“Lamps is a legend and now is the right time for him to come home.”https://t.co/DX5EDmaA2G — talkSPORT (@talkSPORT) June 26, 2019 John Terry er í dag aðstoðarknattspyrnustjóri Dean Smith hjá Aston Villa en nýlokið tímabil var það fyrsta hjá honum eftir að Terry setti knattspyrnuskóna upp á hillu. John Terry er viss um að Lampard sé sérstaklega góður kostur fyrir Chelsea nú þegar félagið er í félagsskiptabanni og getur ekki keypt nýja leikmenn. „Með því að hafa Frank í brúnni þá fá ungir leikmenn félagsins alvöru trú á það að þeir eigi möguleika á að vinna sig inn í aðalliðið hjá Chelsea,“ sagði Terry. Frank Lampard kom Derby County alla leið í umspil um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni á sínu fyrsta tímabili en liðið tapaði fyrir Aston Villa í úrslitaleiknum á Wembley.The best option for Chelsea? John Terry has his say:https://t.co/CLwBs29xQE — Goal News (@GoalNews) June 26, 2019„Eftir þetta tímabil hans með Derby og sú staðreynd að Chelsea sé í félagsskiptabanni gerir það að verkum að enginn annar er betri í þetta starf en Frank,“ sagði Terry. John Terry og Frank Lampard léku saman í fjórtán ár hjá Chelsea og unnu saman þrettán titla með félaginu þar á meðal ensku deildina þrisvar, enska bikarinn fjórum sinnum, enska deildabikarinn tvisvar, Meistaradeildina árið 2012 og loks Evrópudeildina 2013 sem var þeirra síðasti titill Terry og Lampard saman með Chelsea. Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Fleiri fréttir Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Sjá meira
John Terry, fyrrum fyrirliði Chelsea, er himinlifandi með fréttirnar af því að góðvinur hans og fyrrum liðsfélagi, Frank Lampard, sé líklega næsti knattspyrnustjóri Chelsea. Hinn 41 árs gamli Frank Lampard er núverandi knattspyrnustjóri Derby County en forráðamenn Derby hafa gefið honum leyfi til að tala við Chelsea. Chelsea er að leita sér að nýjum knattspyrnustjóra eftir að Maurizio Sarri yfirgaf Stamford Bridge og tók við ítalska félaginu Juventus. „Þetta er fullkominn tími fyrir bæði hann og félagið,“ sagði John Terry í viðtali við Daily Mail. John Terry lék með Chelsea frá 1998 til 2017 en Lampard kom til félagsins árið 2001 og lék með því til 2014. „Lamps er goðsögn og nú er rétti tíminn fyrir hann til að koma heim,“ sagði Terry.“Lamps is a legend and now is the right time for him to come home.”https://t.co/DX5EDmaA2G — talkSPORT (@talkSPORT) June 26, 2019 John Terry er í dag aðstoðarknattspyrnustjóri Dean Smith hjá Aston Villa en nýlokið tímabil var það fyrsta hjá honum eftir að Terry setti knattspyrnuskóna upp á hillu. John Terry er viss um að Lampard sé sérstaklega góður kostur fyrir Chelsea nú þegar félagið er í félagsskiptabanni og getur ekki keypt nýja leikmenn. „Með því að hafa Frank í brúnni þá fá ungir leikmenn félagsins alvöru trú á það að þeir eigi möguleika á að vinna sig inn í aðalliðið hjá Chelsea,“ sagði Terry. Frank Lampard kom Derby County alla leið í umspil um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni á sínu fyrsta tímabili en liðið tapaði fyrir Aston Villa í úrslitaleiknum á Wembley.The best option for Chelsea? John Terry has his say:https://t.co/CLwBs29xQE — Goal News (@GoalNews) June 26, 2019„Eftir þetta tímabil hans með Derby og sú staðreynd að Chelsea sé í félagsskiptabanni gerir það að verkum að enginn annar er betri í þetta starf en Frank,“ sagði Terry. John Terry og Frank Lampard léku saman í fjórtán ár hjá Chelsea og unnu saman þrettán titla með félaginu þar á meðal ensku deildina þrisvar, enska bikarinn fjórum sinnum, enska deildabikarinn tvisvar, Meistaradeildina árið 2012 og loks Evrópudeildina 2013 sem var þeirra síðasti titill Terry og Lampard saman með Chelsea.
Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Fleiri fréttir Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Sjá meira