Enski boltinn

Chelsea búið að kaupa Kovacic

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kovacic fagnar sigri í Evrópudeildinni.
Kovacic fagnar sigri í Evrópudeildinni. vísir/getty
Þó svo Chelsea sé í félagaskiptabanni þá hefur félaginu samt tekist að kaupa Króatann Mateo Kovacic frá Real Madrid.

Kovacic var í láni hjá Chelsea á síðustu leiktíð og þar sem hann var skráður í félagið áður en Chelsea fékk bannið má Lundúnaliðið festa kaup á honum. Sagt er að Chelsea greiði 45 milljónir punda fyrir miðjumanninn.

Króatinn er 25 ára gamall og hóf feril sinn hjá Dinamo Zagreb. Þaðan fór hann til Inter á Ítalíu og sló gegn.

Það leiddi til þess að Real Madrid keypti hann árið 2015 en hann náði sér aldrei almennilega á strik þar og var því lánaður til Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×