Enski boltinn

Longstaff gæti orðið Manchester United leikmaður

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sean Longstaff á æfingu með Newcastle United.
Sean Longstaff á æfingu með Newcastle United. Getty/Serena Taylor
Það er augljóst að aðalmarkmið Manchester United á félagsskiptamarkaðnum í sumar er að finna unga framtíðarleikmenn sem hægt að er að rækta og móta á Old Trafford á næstu árum.Það þarf allsherjar tiltekt í leikmannahópi Manchester United og mikið átak til að koma félaginu aftur upp í hóp bestu liða Englands.Manchester United er að ganga frá kaupunum á bakverðinum Aaron Wan-Bissaka frá Crystal Palace og hafði áður keypt Daniel James frá Swansea fyrr í þessum mánuði.Nú horfir Manchester United norður til Newcastle en BBC segir að Solskjær og félagar hafi áhuga á miðjumanninum Sean Longstaff.Sean Longstaff er 21 árs gamall eins og þeir Aaron Wan-Bissaka og Daniel James.Sean Longstaff hefur stimplað sig vel inn á St James' Park eftir að hafa fengið fyrsta tækifærið sitt á svipuðum tíma og Ole Gunnar Solskjær tók við liði Manchester United eða í desember 2018.Longstaff kláraði þó ekki tímabilið því að hann datt út vegna hnémeiðsla.Ole Gunnar Solskjær er greinilega að horfa til vinnuaðferða Sir Alex Ferguson en Solskjær var sjálfur 23 ára gamall og nær óþekktur þegar Sir Alex náði í hann til Molde árið 1996.Auk þess að elta þessa framtíðarleikmenn þá er Manchester United að reyna að kaupa reyndan miðvörð. Harry Maguire hefur verið nefndur en það lítur út fyrir að Leicester City vilji bara fá of mikið fyrir hann.Á sama tíma er Manchester United að reyna að losa sig við Romelu Lukaku en það er ekki enn ljóst hvort ítalska félagið Internazionale hefur hreinlega efni á honum.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.